Sorgarmiðstöð var með námskeið um sorg barna í skólasamfélaginu fyrir kennara Kópavogsbæjar.
Á námskeiðinu fengu kennarar fræðslu, reynslusögur, fóru í hópavinnu og tóku þátt í umræðum. Það er mikilvægt fyrir kennara og starfsfólk grunnskólanna að fá verkfæri í hendur til að geta tekist betur á við sorg barna í skólasamfélaginu.
Ína Lóa og Karen Björk sem eru kennarar með reynslu af því að missa nákominn og vera með börn í sorg halda utan um fyrirlestra og námskeið Sorgarmiðstöðvar sem er ætlað skólasamfélaginu.
Umsagnir þátttakanda eftir námskeiðið voru að það væri vel heppnað og mjög áhugavert og þarft fyrir kennara og starfsfólk.