Lokað frá 23. desember til 3. janúar. Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar eftir 3. janúar. Gleðilega hátíð

Gísli Örn leikari veitir Sorgarmiðstöð styrk

Í vikunni veitti Gísli Örn Garðarson leikari Sorgarmiðstöð styrk sem er hluti af ágóða sýningarinnar ,,Ég hleyp“. Leikarinn tók þá ákvörðun snemma á æfingarferlinu að gefa allar sínar tekjur til góðra málefna. 

Sýningin ,,Ég hleyp“ fjallaði um mann sem byrjaði að hlaupa eftir barnsmissi. Hann gat ekki höndlað sorgina með öðrum hætti og á hlaupunum fannst honum hann vera léttur, frjáls og sterkur. Þannig gat hann tjáð sig um missinn, ranglætið og varnarleysið sem hrjáði hann. Í leikverkinu leitaði höfundurinn svara við því hvernig við getum lifað áfram eftir þá erfiðu sorg að missa barn. 

Sorgarmiðstöð þakkar Gísla Erni innilega fyrir veittan styrk og einnig fyrir gott samtal eftir sýningu hans þann 7. apríl sl. þar sem áhorfendum úr sal gafst kostur á að spyrja út í ferlið.

Sorgarmiðstöð
Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar lokar yfir hátíðarnar
Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar verður lokuð dagana 23. desember – 3. janúar. Ef erindið er brýnt er hægt að senda okkur tölvupóst á sorgarmidstod@sorgarmidstod.is Allar pantanir úr ...
Leiðiskransagerð – námskeið
Í vikunni bauð Sorgarmiðstöð upp á námskeið í gerð kransa fyrir leiði í samstarfi við Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur kransagerðakonu. Ingunn kom og kenndi okkur helstu handbrögðin ...
Sorgartrén nú orðin tvö
Sorgartré Sorgarmiðstöðvar eru núna orðin tvö en Sorgarmiðstöð eignaðist í upphafi aðventunnar sorgartré í Lystigarðinum á Akureyri. Það er staðsett syðst í Lystigarðinum, austan við ...
Sorgartréð tendrað í þriðja sinn
Tendrað verður á Sorgartré Sorgarmiðstöðvar þriðja árið í röð í Hellisgerði sunnudaginn 1. desember. Í augum flestra eru jólin tími tilhlökkunar og gleði en þau ...
Sorgarmiðstöð með fulltrúa á evrópskri sorgarráðstefnu í Dublin
Jóhanna María fagstjóri Sorgarmiðstöðvar fór á evrópska sorgarráðstefnu í Dublin 11. – 13. nóvember. Um fjögur hundruð manns mættu á ráðstefnuna og þar á meðal ...
Samtal eftir sýninguna Sýslumaður dauðans
Sorgarmiðstöð fór í samstarf við Borgarleikhúsið og hélt sérstaka umræðusýningu þann 17. nóvember síðastliðinn á leikverkinu Sýslumaður dauðans. Verkið er eftir Birni Jón Sigurðsson og ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira