Í vikunni veitti Gísli Örn Garðarson leikari Sorgarmiðstöð styrk sem er hluti af ágóða sýningarinnar ,,Ég hleyp“. Leikarinn tók þá ákvörðun snemma á æfingarferlinu að gefa allar sínar tekjur til góðra málefna.
Sýningin ,,Ég hleyp“ fjallaði um mann sem byrjaði að hlaupa eftir barnsmissi. Hann gat ekki höndlað sorgina með öðrum hætti og á hlaupunum fannst honum hann vera léttur, frjáls og sterkur. Þannig gat hann tjáð sig um missinn, ranglætið og varnarleysið sem hrjáði hann. Í leikverkinu leitaði höfundurinn svara við því hvernig við getum lifað áfram eftir þá erfiðu sorg að missa barn.
Sorgarmiðstöð þakkar Gísla Erni innilega fyrir veittan styrk og einnig fyrir gott samtal eftir sýningu hans þann 7. apríl sl. þar sem áhorfendum úr sal gafst kostur á að spyrja út í ferlið.