Sorgarmiðstöð fékk afhentan veglegan verkefnastyrk að upphæð 4 milljónir króna frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni í verkefnið Hjálp 48. Verkefnið gengur út á að grípa einstaklinga innan 48 tíma sem missa ástvin skyndilega og veita þeim stuðning og viðeigandi hjálp strax í upphafi.
Um leið og við þökkum fyrir styrkinn, hlökkum við til að hefja verkefnavinnuna og efla og styðja betur við bakið á syrgjendum er missa ástvin skyndilega <3
Fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar tók Birna Dröfn Jónasdóttir stjórnarkona á móti styrknum.