Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpa

Í vikunni hlaut Sorgarmiðstöð fjölskylduviðurkenningu SOS Barna­þorp­anna fyr­ir stuðning og þjónustu í þágu barna­fjöl­skyldna á Ís­landi. El­iza Reid forsetafrú af­henti Karólínu Helgu Sím­on­ar­dótt­ur, stjórn­ar­formanni viðurkenninguna á al­þjóð­leg­um degi fjöl­skyld­unn­ar.
Á athöfninni ávarpaði Eva Skarpa­as, einn af þjónustuþegum Sorg­ar­mið­stöðv­ar við­stadda. Þar deildi hún reynslu sinni af því hvernig þjónusta Sorgarmiðstöðvar nýttist fjölskyldunni þegar sonur Evu féll frá ungur að aldri. Eva seg­ir að hjá Sorg­armiðstöð hafi hún feng­ið stuðning, hitt fólk með sömu reynslu og öðlast von um að finna lífs­gleðina á ný.

Um­sögn val­nefnd­ara
„Í SOS barna­þorp­um um all­an heim býr fjöldi barna sem hef­ur misst for­eldra sína og/eða aðra ætt­ingja og syrg­ir af þeim sök­um. Sorg­in er því vel þekkt við­fangs­efni í barna­þorp­un­um og fögn­um við því öfl­uga og mik­il­væga starfi sem Sorgarmiðstöð sinn­ir fyr­ir syrgj­andi börn og fjöl­skyld­ur hér á landi,“.

Í nefnd­inni sátu Sal­björg Bjarna­dótt­ir, fyrr­ver­andi sér­fræð­ing­ur hjá Land­læknisembætt­inu, Sigrún Þór­ar­ins­dótt­ir, sviðs­stjóri vel­ferð­ar­sviðs Kópa­vogs, Ragn­ar Schram fram­kvæmda­stjóri SOS og Hjör­dís Rós Jóns­dótt­ir fé­lags­ráð­gjafi og fræðslu­fulltrúi SOS.

Sorgarmiðstöð þakkar innilega fyrir þessa mikilvægu viðurkenningu og höldum við ótrauð áfram við vinnu okkar til stuðnings börnum og barnafjölskyldum hjá Sorgarmiðstöð.

Sorgarmiðstöð
Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar lokar yfir hátíðarnar
Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar verður lokuð dagana 23. desember – 3. janúar. Ef erindið er brýnt er hægt að senda okkur tölvupóst á sorgarmidstod@sorgarmidstod.is Allar pantanir úr ...
Leiðiskransagerð – námskeið
Í vikunni bauð Sorgarmiðstöð upp á námskeið í gerð kransa fyrir leiði í samstarfi við Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur kransagerðakonu. Ingunn kom og kenndi okkur helstu handbrögðin ...
Sorgartrén nú orðin tvö
Sorgartré Sorgarmiðstöðvar eru núna orðin tvö en Sorgarmiðstöð eignaðist í upphafi aðventunnar sorgartré í Lystigarðinum á Akureyri. Það er staðsett syðst í Lystigarðinum, austan við ...
Sorgartréð tendrað í þriðja sinn
Tendrað verður á Sorgartré Sorgarmiðstöðvar þriðja árið í röð í Hellisgerði sunnudaginn 1. desember. Í augum flestra eru jólin tími tilhlökkunar og gleði en þau ...
Sorgarmiðstöð með fulltrúa á evrópskri sorgarráðstefnu í Dublin
Jóhanna María fagstjóri Sorgarmiðstöðvar fór á evrópska sorgarráðstefnu í Dublin 11. – 13. nóvember. Um fjögur hundruð manns mættu á ráðstefnuna og þar á meðal ...
Samtal eftir sýninguna Sýslumaður dauðans
Sorgarmiðstöð fór í samstarf við Borgarleikhúsið og hélt sérstaka umræðusýningu þann 17. nóvember síðastliðinn á leikverkinu Sýslumaður dauðans. Verkið er eftir Birni Jón Sigurðsson og ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira