Við fallega athöfn veitti Oddfellow stúkan Rebekka NR 8, Rannveig Sorgarmiðstöð styrkur inn í verkefnið Hjálp 48. Verkefnið gengur út á að grípa einstaklinga innan 48 tíma sem missa ástvin skyndilega og veita þeim stuðning og viðeigandi hjálp strax í upphafi.
Sorgarmiðstöð vill þakka öllu því góðhjartaða fólki sem starfar innan stúkunnar innilega fyrir þennan veglega styrk.
Fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar tók Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson stjórnarformaður á móti styrknum.