Frá upphafi hefur Hafnarfjarðarbær staðið þétt við bakið á Sorgarmiðstöð með aðstöðu í Lífsgæðasetri st. Jó. Sorgarmiðstöð fer afar vel við starfsemina sem ríkir þar enda stuðlar setrið að bættum lífsgæðum fólks þar sem hlýja og umhyggla umlykur alla.
Berglind Arnardóttir, stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar hittust ásamt framkvæmdastjóra Sorgarmiðstöðvar Ínu Lóu Sigurðardóttur og undirrituðu framlengdan samstarfssamning til ársins 2028 um áframhaldandi veru Sorgarmiðstöðvar í húsinu.
Þjónusta Sorgarmiðstöðvar verður því áfram í Lífsgæðasetri st. Jó og mun Sorgarmiðstöð einnig bjóða áfram fræðslu út í grunn og leikskóla bæjarins og aðrar stofnanir.
Við erum einstaklega þakklát fyrir þetta samstarf og hlökkum mikið til næstu ára í Lífsgæðasetrinu.