Samtal eftir sýninguna „Félagsskapur með sjálfum mér“

Tjarnabíó og Sorgarmiðstöð buðu upp á umræður eftir sýninguna „Félagsskapur með sjálfum mér“ þann 14. apríl sl. Í umræðum tóku þátt Tómas Helgi Baldursson leikstjóri og Gunnar Smári Jóhannesson leikari og höfundur. Frá Sorgarmiðstöð voru Birna Dröfn Jónasdóttir og Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir en þær deila þeirri erfiðu reynslu að hafa misst foreldri.
Áhorfendur tóku einnig þátt í umræðum með spurningum úr sal. Umræðurnar voru einstaklega góðar og fengu gestir betri sýn á verkið sem er gamansamur einleikur byggður á reynslu höfundar af foreldramissi. Verkið er létt og fyndið á köflum en með sársaukafullan undirtón. Ein af þeim spurningum sem kom fram í umræðum var: Hvort og þá hvernig húmor hjálpi þeim sem eru í sorg?
Höfundur og aðilar frá Sorgarmiðstöð voru sammála um að húmorinn sé hjálplegur í sorginni en mikilvægt sé að skýla sér ekki á bak við hann.
Áhorfendur ræddu og voru sammála um að hægt var að tengja við þær erfiðu tilfinningar sem komu fram hjá leikara og þær grátbroslegu aðstæður sem leynast í harminum.
Þetta var skemmtilegt og sorglegt verk á sama tíma sem gaf okkur góða innsýn í sorgina.

Sorgarmiðstöð þakkar kærlega fyrir að fá að taka þátt í þessum umræðum og sérstakar þakkir fær Gunnar Smári höfundur og leikari fyrir að skila hlutverki sínu og boðskapnum frá sér á svona einstakan hátt.

Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Á aðalfundi 29. apríl síðastliðinn var kosið til nýrrar stjórnar Sorgarmiðstöðvar sem mun sitja frá 2025 -2026. Berglind Arnardóttir mun halda sæti sínu sem formaður ...
Fundur með velferðarnefnd vegna sorgarleyfis
Í vor óskaði velferðarnefnd eftir umsögn frá Sorgarmiðstöð og öðrum hagsmunaaðilum varðandi breytingar á sorgarleyfi sem tók gildi 1. janúar 2023. Í framhaldinu mættu fulltrúar ...
Heiðursbollinn 2024
Heiðursbollinn afhentur í fjórða sinn
Á aðalfundi Sorgarmiðstöðvar þann 29. apríl var Heiðursbollinn afhentur í fjórða sinn. Heiðursbollinn er ætlaður sem viðurkenning til þeirra sem hafa lagt sitt af mörkum ...
Aðalfundur Sorgarmiðstöðvar 2025
Aðalfundur Sorgarmiðstöðvar verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl. Fundurinn verður frá kl. 18:00 – 20:00 og er haldinn í Lífsgæðasetrinu Hafnarfirði. Áhugasamir geta sent fyrirspurn varðandi framboð til ...
Minningarmót Sigurðar Jóhanns í Mjölni
Sunnudaginn 2. febrúar hélt Mjölnir minningarmót til heiðurs Sigurði Jóhanni Rui Helgasyni. Sigurður Jóhann var iðkandi og þjálfari í Mjölni til fjölda ára en hann ...
Sorgarmiðstöð framkvæmdastjórn
Kristín Lilja nýr framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar
Kristín Lilja Sigurðardóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Sorgarmiðstöðvar. Kristín Lilja er með BSc gráðu í sölu- og markaðsfræðum frá dönskum háskóla, þar að ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira