Í síðustu viku heimsótti Sorgarmiðstöð Norðurland en undanfarin ár hefur Sorgarmiðstöð verið í samvinnu við Samhygð, félag um sorg og sorgarviðbrögð á Norðurlandi. Megin tilgangur ferðarinnar var að mæta á aðalfund Samhygðar þar sem félagið sameinaðist Sorgarmiðstöð. Þær Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og Berglind Arnardóttir formaður mættu norður að þessu tilefni og settu í framhaldi starfsemi Sorgarmiðstöðvar á Norðurlandi formlega á laggirnar. Guðfinna Hallgrímsdóttir formaður Samhygðar tók vel á móti þeim og mun Sorgarmiðstöð nýta áfram þann góða mannafla sem áður fylgdi Samhygð ásamt því að bjóða nýja einstaklinga velkomna í hópinn.
Ferðin norður var einnig nýtt í fund með bæjarstjóra þar sem starfsemi Sorgarmiðstöðvar var kynnt og blómabúð Akureyrar var líka heimsótt en kerti Sorgarmiðstöðvar verða seld í versluninni. Að lokum var farið með bæklinga á sjúkrahúsið, heilsugæsluna, til lögreglu o.fl.
Við erum einstaklega ánægð með þessa ferð og hlökkum til að efla þjónustuna á Norðurlandi enn frekar.
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753