Nemendur í viðburðastjórnun frá háskólanum á Hólum héldu styrktarviðburð fyrir Sorgarmiðstöð. Boðið var upp á Barre í samstarfi við Arnfríði hjá NÚNA collective studio. Barre er blanda af pilates, jóga, styrktaræfingum og teygjum. Undirtektirnar urðu einstaklega góðar og var því ákveðið að halda tvo viðburði þar sem seldist upp á þá báða. Að tilefni af gulum september var ákveðið að ágóðinn færi í stuðningshópastarf hjá Sorgarmiðstöð fyrir þau sem missa ástvin í sjálfsvígi. Alls söfnuðust um 140 þúsund krónur.
Að viðburðinum stóðu Emilía, Elsa, Selma og Unnur.
Við færum þeim bestu þakkir fyrir.