Aðventustund fyrir syrgjendur 13. desember – sýnd á RÚV

Oft er erfitt að horfa fram til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá. Um árabil hafa sorgarsamtök, Landspítalinn og Þjóðkirkjan boðið þeim sem nýlega hafa misst ástvin til samkomu á aðventunni. Þetta hefur verið stund kærleika og huggunar fyrir syrgjendur í aðdraganda jóla.

Vegna samkomutakmarkana verður stundinni að þessu sinni sjónvarpað til allra landsmanna frá Grafarvogskirkju sunnudaginn 13. desember kl. 17:00.

Séra Guðrún Karls Helgudóttir kynnir stundina. Lifandi tónlist verður í höndum Sigríðar Thorlacius, Sigurðar Guðmundssonar, Matthíasar Stefánssonar og Hilmars Arnar Agnarssonar.  Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson flytur hugvekju og biskup Íslands,frú Agnes M. Sigurðardóttir fer með lokaorð.

Fjölskyldur geta tekið þátt í stundinni með því að kveikja á kerti í minningu látinna ástvina. Landsmenn allir eru hvattir til að sýna syrgjendum samhug með því að kveikja á kerti heima í stofu eða úti fyrir. Saman skulum við mynda bylgju hlýhugar og samkenndar til stuðnings hvert öðru á erfiðum tímum. 

Árný Guðmundsdóttir táknmálstúlkar á RÚV 2, 13. desember kl. 16:40

Landspítalinn, Sorgarmiðstöð og Þjóðkirkjan.

Hugljúf stund í leiðiskransagerð
Mánudaginn 15. desember buðum við upp á leiðiskransanámskeið fyrir syrgjendur í Lífsgæðasetrinu. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir kom til okkar líkt og fyrri ár og kenndi helstu ...
Styrkur í jólaþorpinu
Helgina 5.-7. desember var Sorgarmiðstöð með bás í jólaþorpinu í miðbæ Hafnarfjarðar. Þetta er annað árið sem við prófum að vera með viðveru í jólaþorpinu ...
Sorgartrén tendruð á aðventunni
Sorgartrén urðu tvö í fyrra, eitt stendur nú í Hellisgerði í Hafnarfirði og annað í Lystigarðinum á Akureyri. Þau voru bæði tendruð við fallegar athafnir ...
Samvera hópstjóra og jafningja í nóvember
Mínigarðurinn tók rausnarlega á móti Sorgarmiðstöð fyrstu vikuna í nóvember þar sem hópstjórar og jafningjar hittust og áttu góða kvöldstund saman. Í byrjun kvöldsins fór ...
Breyttur opnunartími á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar
Opnunartími og símatími skrifstofu hefur nú verið lengdur og nú er hægt að nálgast okkur alla virka daga milli kl. 09 og 16 á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar ...
 500 vinir í raun
Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira