Barre til styrktar Sorgarmiðstöð

Nemendur í viðburðastjórnun frá háskólanum á Hólum héldu styrktarviðburð fyrir Sorgarmiðstöð. Boðið var upp á Barre í samstarfi við Arnfríði hjá NÚNA collective studio. Barre er blanda af pila­tes, jóga, styrktaræf­ing­um og teygj­um. Undirtektirnar urðu einstaklega góðar og var því ákveðið að halda tvo viðburði þar sem seldist upp á þá báða. Að tilefni af gulum september var ákveðið að ágóðinn færi í stuðningshópastarf hjá Sorgarmiðstöð fyrir þau sem missa ástvin í sjálfsvígi. Alls söfnuðust um 140 þúsund krónur.

Að viðburðinum stóðu Emilía, Elsa, Selma og Unnur.

Við færum þeim bestu þakkir fyrir.

Hugljúf stund í leiðiskransagerð
Mánudaginn 15. desember buðum við upp á leiðiskransanámskeið fyrir syrgjendur í Lífsgæðasetrinu. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir kom til okkar líkt og fyrri ár og kenndi helstu ...
Styrkur í jólaþorpinu
Helgina 5.-7. desember var Sorgarmiðstöð með bás í jólaþorpinu í miðbæ Hafnarfjarðar. Þetta er annað árið sem við prófum að vera með viðveru í jólaþorpinu ...
Sorgartrén tendruð á aðventunni
Sorgartrén urðu tvö í fyrra, eitt stendur nú í Hellisgerði í Hafnarfirði og annað í Lystigarðinum á Akureyri. Þau voru bæði tendruð við fallegar athafnir ...
Samvera hópstjóra og jafningja í nóvember
Mínigarðurinn tók rausnarlega á móti Sorgarmiðstöð fyrstu vikuna í nóvember þar sem hópstjórar og jafningjar hittust og áttu góða kvöldstund saman. Í byrjun kvöldsins fór ...
Breyttur opnunartími á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar
Opnunartími og símatími skrifstofu hefur nú verið lengdur og nú er hægt að nálgast okkur alla virka daga milli kl. 09 og 16 á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar ...
 500 vinir í raun
Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira