Hugljúf stund í leiðiskransagerð

Mánudaginn 15. desember buðum við upp á leiðiskransanámskeið fyrir syrgjendur í Lífsgæðasetrinu.

Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir kom til okkar líkt og fyrri ár og kenndi helstu handbrögðin við að útbúa fallega kransa.

Eitt af bjargráðunum í sorg er að hvíla sig frá sorginni, dreifa huganum og gera eitthvað sem gleður og er uppbyggjandi. Annað bjargráð er svo auðvitað að hitta aðra syrgjendur og eiga jafningjasamtal. Það er okkur mjög mikilvægt að reyna eftir fremsta megni að skapa vettvang og rými fyrir syrgjendur til að hittast. Þetta var notaleg stund og góð samvera og þökkum við öllum fyrir sem mættu.

Kærkominn styrkur í desember frá Kvennastúkum Akureyris
Kvennastúkurnar Auður og Laufey á Akureyri færðu Hjálp48 – Sorgarmiðstöð á Akureyri styrk í desember að fjárhæð kr. 1.230.000 til þess að þýða og gefa ...
Hugljúf stund í leiðiskransagerð
Mánudaginn 15. desember buðum við upp á leiðiskransanámskeið fyrir syrgjendur í Lífsgæðasetrinu. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir kom til okkar líkt og fyrri ár og kenndi helstu ...
Styrkur í jólaþorpinu
Helgina 5.-7. desember var Sorgarmiðstöð með bás í jólaþorpinu í miðbæ Hafnarfjarðar. Þetta er annað árið sem við prófum að vera með viðveru í jólaþorpinu ...
Sorgartrén tendruð á aðventunni
Sorgartrén urðu tvö í fyrra, eitt stendur nú í Hellisgerði í Hafnarfirði og annað í Lystigarðinum á Akureyri. Þau voru bæði tendruð við fallegar athafnir ...
Samvera hópstjóra og jafningja í nóvember
Mínigarðurinn tók rausnarlega á móti Sorgarmiðstöð fyrstu vikuna í nóvember þar sem hópstjórar og jafningjar hittust og áttu góða kvöldstund saman. Í byrjun kvöldsins fór ...
Breyttur opnunartími á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar
Opnunartími og símatími skrifstofu hefur nú verið lengdur og nú er hægt að nálgast okkur alla virka daga milli kl. 09 og 16 á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira