Kærleikssjóður Stefaníu styrkir Sorgarmiðstöð

Sorgarmiðstöð hefur verið færður styrkur úr Kærleiksjóði Stefaníu Guðrúnar Pétursdóttur að upphæð 300.000 kr. Kærleikssjóðurinn var stofnaður í minningu Stefaníu Guðrúnar sem lést af slysförum á Spáni 27. ágúst 2003, aðeins 18 ára að aldri. Sjóðurinn var stofnaður af foreldrum hennar í þeim tilgangi að vinna að kærleika og styrkja þau sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls ungmenna af völdum slysa eða sjálfsvíga. Sorgarmiðstöð þakkar hjartanlega fyrir styrkinn. Hann mun renna til verkefna sem styðja þau sem misst hafa ungt fólk vegna slysa eða sjálfsvíga.

Hugljúf stund í leiðiskransagerð
Mánudaginn 15. desember buðum við upp á leiðiskransanámskeið fyrir syrgjendur í Lífsgæðasetrinu. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir kom til okkar líkt og fyrri ár og kenndi helstu ...
Styrkur í jólaþorpinu
Helgina 5.-7. desember var Sorgarmiðstöð með bás í jólaþorpinu í miðbæ Hafnarfjarðar. Þetta er annað árið sem við prófum að vera með viðveru í jólaþorpinu ...
Sorgartrén tendruð á aðventunni
Sorgartrén urðu tvö í fyrra, eitt stendur nú í Hellisgerði í Hafnarfirði og annað í Lystigarðinum á Akureyri. Þau voru bæði tendruð við fallegar athafnir ...
Samvera hópstjóra og jafningja í nóvember
Mínigarðurinn tók rausnarlega á móti Sorgarmiðstöð fyrstu vikuna í nóvember þar sem hópstjórar og jafningjar hittust og áttu góða kvöldstund saman. Í byrjun kvöldsins fór ...
Breyttur opnunartími á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar
Opnunartími og símatími skrifstofu hefur nú verið lengdur og nú er hægt að nálgast okkur alla virka daga milli kl. 09 og 16 á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar ...
 500 vinir í raun
Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira