Sorgarmiðstöð framkvæmdastjórn

Kristín Lilja nýr framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar

Kristín Lilja Sigurðardóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Sorgarmiðstöðvar.

Kristín Lilja er með BSc gráðu í sölu- og markaðsfræðum frá dönskum háskóla, þar að auki lauk Kristín MBA námi frá skoskum háskóla vorið 2022 þar sem hún bætti við sig meistaragráðu í stjórnun. 

Kristín Lilja hefur víðtæka reynslu í verkefnastjórnun og rekstri en þar að auki starfaði Kristín nýverið hjá Krafti stuðningsfélagi þar sem hún bar ábyrgð á fjármálum og fjáröflunum félagsins. Því fögnum við því að fá reynslu hennar inn í Sorgarmiðstöð.

Kristín Lilja  tekur við starfinu af Ínu Lóu sem hefur sinnt stöðunni frá upphafi Sorgarmiðstöðvar, en vert er að nefna að Ína er einn af stofnendum Sorgarmiðstöðvar og hefur sinnt starfinu af mikilli alúð og natni frá upphafi. Ína fer nú áfram til annara verkefna að eigin ósk og færum við henni okkar innilegar heillaóskir með þakklæti fyrir sitt öfluga og ómetanlega starf.  

Hugljúf stund í leiðiskransagerð
Mánudaginn 15. desember buðum við upp á leiðiskransanámskeið fyrir syrgjendur í Lífsgæðasetrinu. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir kom til okkar líkt og fyrri ár og kenndi helstu ...
Styrkur í jólaþorpinu
Helgina 5.-7. desember var Sorgarmiðstöð með bás í jólaþorpinu í miðbæ Hafnarfjarðar. Þetta er annað árið sem við prófum að vera með viðveru í jólaþorpinu ...
Sorgartrén tendruð á aðventunni
Sorgartrén urðu tvö í fyrra, eitt stendur nú í Hellisgerði í Hafnarfirði og annað í Lystigarðinum á Akureyri. Þau voru bæði tendruð við fallegar athafnir ...
Samvera hópstjóra og jafningja í nóvember
Mínigarðurinn tók rausnarlega á móti Sorgarmiðstöð fyrstu vikuna í nóvember þar sem hópstjórar og jafningjar hittust og áttu góða kvöldstund saman. Í byrjun kvöldsins fór ...
Breyttur opnunartími á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar
Opnunartími og símatími skrifstofu hefur nú verið lengdur og nú er hægt að nálgast okkur alla virka daga milli kl. 09 og 16 á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar ...
 500 vinir í raun
Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira