Námskeið barna

Í mars kláruðum við námskeið barna í Sorgarmiðstöð. Námskeiðið var einstaklega vel sótt og mættu 12 börn á aldrinum 6 – 15 ára á námskeiðið. Foreldrar og forráðamenn tóku þátt fyrsta daginn en fengu jafnframt fræðsluna ,,Að styðja barn í sorg“.

Á námskeiðinu var áhersla lögð á að mæta þörfum hópsins og hvers og eins innan hans. Allir fengu tækifæri til að upplifa og tjá sig í gegnum leik og verkefni í öruggu og styðjandi umhverfi. 
Námskeiðið stuðlar að jákvæðri uppbyggingu þar sem ýmis bjargráð voru skoðuð og unnið sérstaklega með líðan, jákvæða reynslu, samkennd, tjáningu, samvinnu, sjálfstraust, samskipti,o.fl.

Við þökkum innilega fyrir góða og uppbyggilega samveru með börnunum.

Hugljúf stund í leiðiskransagerð
Mánudaginn 15. desember buðum við upp á leiðiskransanámskeið fyrir syrgjendur í Lífsgæðasetrinu. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir kom til okkar líkt og fyrri ár og kenndi helstu ...
Styrkur í jólaþorpinu
Helgina 5.-7. desember var Sorgarmiðstöð með bás í jólaþorpinu í miðbæ Hafnarfjarðar. Þetta er annað árið sem við prófum að vera með viðveru í jólaþorpinu ...
Sorgartrén tendruð á aðventunni
Sorgartrén urðu tvö í fyrra, eitt stendur nú í Hellisgerði í Hafnarfirði og annað í Lystigarðinum á Akureyri. Þau voru bæði tendruð við fallegar athafnir ...
Samvera hópstjóra og jafningja í nóvember
Mínigarðurinn tók rausnarlega á móti Sorgarmiðstöð fyrstu vikuna í nóvember þar sem hópstjórar og jafningjar hittust og áttu góða kvöldstund saman. Í byrjun kvöldsins fór ...
Breyttur opnunartími á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar
Opnunartími og símatími skrifstofu hefur nú verið lengdur og nú er hægt að nálgast okkur alla virka daga milli kl. 09 og 16 á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar ...
 500 vinir í raun
Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira