Oddfellowstúka nr. 7 Þorkell Máni styrkir Sorgarmiðstöð

Að tilefni 70 ára afmælis Oddfellowstúku nr. 7 Þorkells Mána var Sorgarmiðstöð veittur veglegur styrkur að upphæð 1.500.000 kr. Styrkurinn var veittur við fallega og hátíðlega athöfn.
Sorgarmiðstöð þakkar stjórn líknarsjóðs stúkunnar og öllu því góðhjartaða fólki sem starfar innan stúkunnar innilega fyrir þessa veglegu gjöf. Gjöfin gerir Sorgarmiðstöð kleift að stækka og dafna en nýlega fékk Sorgarmiðstöð afhent stærra rými og kemur styrkurinn því að einstaklega góðum notum.

Á meðfylgjandi mynd taka þær Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og Guðrún Þóra Arnardóttir starfsmaður við styrknum.

Kærkominn styrkur í desember frá Kvennastúkum Akureyris
Kvennastúkurnar Auður og Laufey á Akureyri færðu Hjálp48 – Sorgarmiðstöð á Akureyri styrk í desember að fjárhæð kr. 1.230.000 til þess að þýða og gefa ...
Hugljúf stund í leiðiskransagerð
Mánudaginn 15. desember buðum við upp á leiðiskransanámskeið fyrir syrgjendur í Lífsgæðasetrinu. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir kom til okkar líkt og fyrri ár og kenndi helstu ...
Styrkur í jólaþorpinu
Helgina 5.-7. desember var Sorgarmiðstöð með bás í jólaþorpinu í miðbæ Hafnarfjarðar. Þetta er annað árið sem við prófum að vera með viðveru í jólaþorpinu ...
Sorgartrén tendruð á aðventunni
Sorgartrén urðu tvö í fyrra, eitt stendur nú í Hellisgerði í Hafnarfirði og annað í Lystigarðinum á Akureyri. Þau voru bæði tendruð við fallegar athafnir ...
Samvera hópstjóra og jafningja í nóvember
Mínigarðurinn tók rausnarlega á móti Sorgarmiðstöð fyrstu vikuna í nóvember þar sem hópstjórar og jafningjar hittust og áttu góða kvöldstund saman. Í byrjun kvöldsins fór ...
Breyttur opnunartími á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar
Opnunartími og símatími skrifstofu hefur nú verið lengdur og nú er hægt að nálgast okkur alla virka daga milli kl. 09 og 16 á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira