Samtal eftir sýninguna „Félagsskapur með sjálfum mér“

Tjarnabíó og Sorgarmiðstöð buðu upp á umræður eftir sýninguna „Félagsskapur með sjálfum mér“ þann 14. apríl sl. Í umræðum tóku þátt Tómas Helgi Baldursson leikstjóri og Gunnar Smári Jóhannesson leikari og höfundur. Frá Sorgarmiðstöð voru Birna Dröfn Jónasdóttir og Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir en þær deila þeirri erfiðu reynslu að hafa misst foreldri.
Áhorfendur tóku einnig þátt í umræðum með spurningum úr sal. Umræðurnar voru einstaklega góðar og fengu gestir betri sýn á verkið sem er gamansamur einleikur byggður á reynslu höfundar af foreldramissi. Verkið er létt og fyndið á köflum en með sársaukafullan undirtón. Ein af þeim spurningum sem kom fram í umræðum var: Hvort og þá hvernig húmor hjálpi þeim sem eru í sorg?
Höfundur og aðilar frá Sorgarmiðstöð voru sammála um að húmorinn sé hjálplegur í sorginni en mikilvægt sé að skýla sér ekki á bak við hann.
Áhorfendur ræddu og voru sammála um að hægt var að tengja við þær erfiðu tilfinningar sem komu fram hjá leikara og þær grátbroslegu aðstæður sem leynast í harminum.
Þetta var skemmtilegt og sorglegt verk á sama tíma sem gaf okkur góða innsýn í sorgina.

Sorgarmiðstöð þakkar kærlega fyrir að fá að taka þátt í þessum umræðum og sérstakar þakkir fær Gunnar Smári höfundur og leikari fyrir að skila hlutverki sínu og boðskapnum frá sér á svona einstakan hátt.

Hugljúf stund í leiðiskransagerð
Mánudaginn 15. desember buðum við upp á leiðiskransanámskeið fyrir syrgjendur í Lífsgæðasetrinu. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir kom til okkar líkt og fyrri ár og kenndi helstu ...
Styrkur í jólaþorpinu
Helgina 5.-7. desember var Sorgarmiðstöð með bás í jólaþorpinu í miðbæ Hafnarfjarðar. Þetta er annað árið sem við prófum að vera með viðveru í jólaþorpinu ...
Sorgartrén tendruð á aðventunni
Sorgartrén urðu tvö í fyrra, eitt stendur nú í Hellisgerði í Hafnarfirði og annað í Lystigarðinum á Akureyri. Þau voru bæði tendruð við fallegar athafnir ...
Samvera hópstjóra og jafningja í nóvember
Mínigarðurinn tók rausnarlega á móti Sorgarmiðstöð fyrstu vikuna í nóvember þar sem hópstjórar og jafningjar hittust og áttu góða kvöldstund saman. Í byrjun kvöldsins fór ...
Breyttur opnunartími á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar
Opnunartími og símatími skrifstofu hefur nú verið lengdur og nú er hægt að nálgast okkur alla virka daga milli kl. 09 og 16 á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar ...
 500 vinir í raun
Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira