Sorgarmiðstöð fær styrk í nafni Lárusar Dags Pálssonar

Á dögunum fékk Sorgarmiðstöð styrk að upphæð 655 þúsund krónum í nafni Lárusar Dags Pálssonar. Lárus, eða Lalli eins og hann var kallaður, hefði orðið fimmtugur 6. september og af því tilefni héldu systur hans og vinir stóra veislu í Hlégarði. Listamenn og gestir tróðu upp með tónlist og sögum en var einnig boðið að styrka Sorgarmiðstöð.

“Ástæða þess að við vildum styrkja Sorgarmiðstöð er sú að við vitum hversu mikilvægt það er að geta leitað stuðnings þegar áföll eins og það sem við urðum fyrir dynja á. Sorgin er langt og einmanalegt ferli, en þá þarf maður alla þá hjálp sem er að finna til að fóta sig í nýjum veruleika. Nálgun Sorgarmiðstöðvar er að okkar mati fagleg og nærgætin í senn” segir í bréfi aðstandenda.

Við erum ótrúlega þakklát fjölskyldu Lalla og vinum fyrir þessa rausnarlegu gjöf.

Hugljúf stund í leiðiskransagerð
Mánudaginn 15. desember buðum við upp á leiðiskransanámskeið fyrir syrgjendur í Lífsgæðasetrinu. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir kom til okkar líkt og fyrri ár og kenndi helstu ...
Styrkur í jólaþorpinu
Helgina 5.-7. desember var Sorgarmiðstöð með bás í jólaþorpinu í miðbæ Hafnarfjarðar. Þetta er annað árið sem við prófum að vera með viðveru í jólaþorpinu ...
Sorgartrén tendruð á aðventunni
Sorgartrén urðu tvö í fyrra, eitt stendur nú í Hellisgerði í Hafnarfirði og annað í Lystigarðinum á Akureyri. Þau voru bæði tendruð við fallegar athafnir ...
Samvera hópstjóra og jafningja í nóvember
Mínigarðurinn tók rausnarlega á móti Sorgarmiðstöð fyrstu vikuna í nóvember þar sem hópstjórar og jafningjar hittust og áttu góða kvöldstund saman. Í byrjun kvöldsins fór ...
Breyttur opnunartími á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar
Opnunartími og símatími skrifstofu hefur nú verið lengdur og nú er hægt að nálgast okkur alla virka daga milli kl. 09 og 16 á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar ...
 500 vinir í raun
Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira