Starfshópur afhenti tillögur að aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi

Undanfarna mánuði hefur starfshópur sem skipaður var af fyrrum heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórssyni, unnið tillögur að nýrri aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi, fyrir árin 2025 – 2030. Þann 21. janúar skilaði starfshópurinn tillögu sinni að nýrri aðgerðaáætlun til Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra.

Jóhanna María Eyjólfsdóttir, fagstjóri Sorgarmiðstöðvar, var hluti af starfshópnum en með henni voru þau Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá Lífsbrú og fyrrum fagstjóri Sorgarmiðstöðvar, Ásta Ingibjörg Pétursdóttir, prestur í Langholtskirkju, Guðríður Haraldsdóttir, sálfræðingur hjá Geðheilsumiðstöð barna, Grétar Björnsson, félagsfræðingur fyrir hönd Hugarafls og Geðráðs, Ingibjörg Sveinsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, Liv Anna Gunnell, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Sigrún Sigurðardóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri, Sigurður Páll Pálsson, læknir á geðsviði Landspítala og Tómas Kristjánsson, sálfræðingur fyrir hönd Píeta samtakanna.

Á fundi sem haldinn var af tilefninu ræddu heilbrigðisráðherra, fulltrúar ráðuneytisins og starfshópurinn um innleiðingu aðgerðaáætlunarinnar, samráð, kynningu og fjármögnun. Áætlað er að aðgerðirnar verði unnar í samstarfi við ráðuneyti, stofnanir og félagasamtök. Í áætluninni eru 26 aðgerðir sem snúa að öllum stigum sjálfsvígsforvarna; forvörnum, íhlutunum og stuðningi eftir sjálfsvíg.

Nánar er hægt að lesa um aðgerðaráætlunina hér.

Hugljúf stund í leiðiskransagerð
Mánudaginn 15. desember buðum við upp á leiðiskransanámskeið fyrir syrgjendur í Lífsgæðasetrinu. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir kom til okkar líkt og fyrri ár og kenndi helstu ...
Styrkur í jólaþorpinu
Helgina 5.-7. desember var Sorgarmiðstöð með bás í jólaþorpinu í miðbæ Hafnarfjarðar. Þetta er annað árið sem við prófum að vera með viðveru í jólaþorpinu ...
Sorgartrén tendruð á aðventunni
Sorgartrén urðu tvö í fyrra, eitt stendur nú í Hellisgerði í Hafnarfirði og annað í Lystigarðinum á Akureyri. Þau voru bæði tendruð við fallegar athafnir ...
Samvera hópstjóra og jafningja í nóvember
Mínigarðurinn tók rausnarlega á móti Sorgarmiðstöð fyrstu vikuna í nóvember þar sem hópstjórar og jafningjar hittust og áttu góða kvöldstund saman. Í byrjun kvöldsins fór ...
Breyttur opnunartími á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar
Opnunartími og símatími skrifstofu hefur nú verið lengdur og nú er hægt að nálgast okkur alla virka daga milli kl. 09 og 16 á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar ...
 500 vinir í raun
Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira