Verkefnastyrkur – Hjálp 48

Sorgarmiðstöð fékk afhentan veglegan verkefnastyrk að upphæð 4 milljónir króna frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni í verkefnið Hjálp 48. Verkefnið gengur út á að grípa einstaklinga innan 48 tíma sem missa ástvin skyndilega og veita þeim stuðning og viðeigandi hjálp strax í upphafi.
Um leið og við þökkum fyrir styrkinn, hlökkum við til að hefja verkefnavinnuna og efla og styðja betur við bakið á syrgjendum er missa ástvin skyndilega <3  

Fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar tók Birna Dröfn Jónasdóttir stjórnarkona á móti styrknum.  

Hugljúf stund í leiðiskransagerð
Mánudaginn 15. desember buðum við upp á leiðiskransanámskeið fyrir syrgjendur í Lífsgæðasetrinu. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir kom til okkar líkt og fyrri ár og kenndi helstu ...
Styrkur í jólaþorpinu
Helgina 5.-7. desember var Sorgarmiðstöð með bás í jólaþorpinu í miðbæ Hafnarfjarðar. Þetta er annað árið sem við prófum að vera með viðveru í jólaþorpinu ...
Sorgartrén tendruð á aðventunni
Sorgartrén urðu tvö í fyrra, eitt stendur nú í Hellisgerði í Hafnarfirði og annað í Lystigarðinum á Akureyri. Þau voru bæði tendruð við fallegar athafnir ...
Samvera hópstjóra og jafningja í nóvember
Mínigarðurinn tók rausnarlega á móti Sorgarmiðstöð fyrstu vikuna í nóvember þar sem hópstjórar og jafningjar hittust og áttu góða kvöldstund saman. Í byrjun kvöldsins fór ...
Breyttur opnunartími á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar
Opnunartími og símatími skrifstofu hefur nú verið lengdur og nú er hægt að nálgast okkur alla virka daga milli kl. 09 og 16 á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar ...
 500 vinir í raun
Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira