Vilt þú styrkja félögin okkar í Reykjavíkurmaraþoninu ?

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er ein stærsta fjáröflun félaganna sem standa að Sorgarmiðstöð.

Félögin okkar; Birta, Gleymérei, Ljónshjarta og Ný dögun treysta á það fjármagn sem hlýst árlega af Reykjavíkurmaraþoninu.. Dæmi um þau verkefni sem félögin hafa náð að koma að með fjármagni úr marþoninu eru:

 

Birta: Styrktar og hvíldarsjóður fyrir foreldra sem misst hafa barn fyrirvaralaust.

Gleymérei: Minningarkassar til foreldra sem missa á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu

Ljónshjarta: Veitt börnum sem misst hafa foreldri sálfræðiþjónustu gjaldfrjálst

Ný dögun: Staðið fyrir gjaldfrjálsu hópastarfi og fræðsluerindum fyrir þá sem hafa

misst ástvin; barn, maka, foreldri, í sjálfsvígi eða vegna fíknar.

 

Við hvetjum ykkur til að hlaupa fyrir félögin okkar og/eða heita á hlauparana og hjálpa okkur þannig að hlúa betur að þeim sem misst hafa ástvin.

 

A close up of a logo

Description automatically generated

Styður við foreldra/forráðamenn sem misst hafa börn og/eða ungmenni fyrirvaralaust. Þú getur styrkt Birtu í Reykjavíkurmaraþoninu hér

 

A close up of a logo

Description automatically generated

Styrktarfélag til stuðnings við foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Þú getur styrkt Gleymmérei í Reykjavíkurmaraþoninu hér

 

A close up of a logo

Description automatically generated

Samtök til stuðnings yngra fólki sem misst hefur maka og börnum sem misst hafa foreldri. Þú getur styrkt Ljónshjarta í Reykjavíkurmaraþoninu hér

 

A close up of a logo

Description automatically generated

Stuðlar að bættri þjónustu við syrgjendur á Íslandi í formi hópastarfs, fræðsluerinda o.fl. Þú getur styrkt starfsemi Nýrrar Dögunar hér

 

Hugljúf stund í leiðiskransagerð
Mánudaginn 15. desember buðum við upp á leiðiskransanámskeið fyrir syrgjendur í Lífsgæðasetrinu. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir kom til okkar líkt og fyrri ár og kenndi helstu ...
Styrkur í jólaþorpinu
Helgina 5.-7. desember var Sorgarmiðstöð með bás í jólaþorpinu í miðbæ Hafnarfjarðar. Þetta er annað árið sem við prófum að vera með viðveru í jólaþorpinu ...
Sorgartrén tendruð á aðventunni
Sorgartrén urðu tvö í fyrra, eitt stendur nú í Hellisgerði í Hafnarfirði og annað í Lystigarðinum á Akureyri. Þau voru bæði tendruð við fallegar athafnir ...
Samvera hópstjóra og jafningja í nóvember
Mínigarðurinn tók rausnarlega á móti Sorgarmiðstöð fyrstu vikuna í nóvember þar sem hópstjórar og jafningjar hittust og áttu góða kvöldstund saman. Í byrjun kvöldsins fór ...
Breyttur opnunartími á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar
Opnunartími og símatími skrifstofu hefur nú verið lengdur og nú er hægt að nálgast okkur alla virka daga milli kl. 09 og 16 á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar ...
 500 vinir í raun
Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira