Við eflum jafningjaþjónustu Sorgarmiðstöðvar

Fjöldi manns á vegum Sorgarmiðstöðvar sóttu jafningjanámskeið hjá Krabbameinsfélaginu á dögunum. Námskeiðinu er ætlað að efla jafningjaþjónustu Sorgarmiðstöðvar en í haust verður boðið upp á nýja þjónustu fyrir syrgjendur þar sem einstaklingar sem misst hafa ástvin og unnið vel úr sorginni bjóða upp á jafningjastuðning til þeirra sem hafa nýlega misst. Stuðningurinn verður maður á […]
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar

Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar var kosin á aðalfundi þann 27. maí sl. Nýr formaður er Karólína Helga Símonardóttir og aðrir stjórnendur eru Bjarney Harðardóttir, K. Hulda Guðmundsóttir, Pálína Georgsdóttir og Soffía Bæringsdóttir. Í varastjórn sitja Sara Óskarsdóttir og Sindri Geir Óskarsson. Úr stjórn og varastjórn ganga: Anna Lísa Björnsdóttir, Árný Heiða Helgadóttir, Elísa Rós Jónsdóttir, Guðrún […]
Styrkur til Sorgarmiðstöðvar í minningu Söndru Lífar

Sorgarmiðstöð hefur verið færður styrkur í minningu Söndru Lífar Long sem lést af slysförum þann 9. apríl 2020. Sandra Líf var hæfileikarík ung kona sem laðaði að sér þá sem hún kynntist með einstakri útgeislun og blíðu og er hennar sárt saknað.Við fráfall Söndru safnaðist sjóður og hefur fjölskyldan ákveðið að Sorgarmiðstöðin njóti ákveðinnar upphæðar […]
Kærleikssjóður Stefaníu styrkir Sorgarmiðstöð

Sorgarmiðstöð hefur verið færður styrkur úr Kærleiksjóði Stefaníu Guðrúnar Pétursdóttur að upphæð 300.000 kr. Kærleikssjóðurinn var stofnaður í minningu Stefaníu Guðrúnar sem lést af slysförum á Spáni 27. ágúst 2003, aðeins 18 ára að aldri. Sjóðurinn var stofnaður af foreldrum hennar í þeim tilgangi að vinna að kærleika og styrkja þau sem eiga um sárt […]
Leiðiskerti og samúðarkort

Sorgarmiðstöð hefur hafið sölu á samúðarkortum og leiðiskertum með fallegum kveðjum. Kveðjur á kertum: Ég sakna þínÁvallt minnstBesti pabbinnBesta mammanHvíl í friðiÉg elska þigLifi minninginGóða ferð Heiðdís Helgadóttir teiknaði og hannaði og Skyndiprent sá um prentun. Sölustaðir: Garðheimar og Blómabúðin Burkni í Hafnarfirði
Styrkur frá UMI Hótels

Í dag færði Sandra Dís Sigurðardóttir Sorgarmiðstöð styrk fyrir hönd UMI Hótels. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir formaður Sorgarmiðstöðvar tók við styrknum. Við þökkum UMI Hótels hjartanlega fyrir að hugsa til Sorgarmiðstövar á aðventunni og mun styrkurinn koma að góðum notum.
Aðventustund fyrir syrgjendur 13. desember – sýnd á RÚV

Oft er erfitt að horfa fram til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá. Um árabil hafa sorgarsamtök, Landspítalinn og Þjóðkirkjan boðið þeim sem nýlega hafa misst ástvin til samkomu á aðventunni. Þetta hefur verið stund kærleika og huggunar fyrir syrgjendur í aðdraganda jóla. Vegna samkomutakmarkana verður stundinni að þessu sinni sjónvarpað til allra landsmanna frá […]
Oddfellow í Hafnarfirði styrkir Sorgarmiðstöð

Regludeildir Oddfellow í Hafnarfirði létu gott af sér leiða og afhentu Sorgarmiðstöð, Pieta og Einstökum börnum 900 þúsund kr. styrk að gjöf.Var sú ákvörðun tekin af stjórnendum regludeildanna að standa saman að fjárstyrkjum og styðja þá sem virkilega á þurfa að halda á þessum erfiðu tímum. Sorgarmiðstöð færir þeim innilegar þakkir fyrir veglega gjöf. Ína […]
Öllum viðburðum frestað

Vegna hertra aðgerða gegn kórónuveirunni þarf Sorgarmiðstöð að fresta allri sinni starfsemi næstu tvær vikurnar. Við þurfum að fara að öllu með gát og hjálpast að við að auka smitvarnir. Þeir dagskrárliðir sem við frestum verða settir aftur inn um leið og tækifæri gefst.
Fræðsluerindi fyrir börn og ungmenni

Laugardaginn 3. október fékk Sorgarmiðstöð góða gesti í heimsókn. Þau Sigríður Kristín, Arnar Sveinn og Aron Mola komu og hittu börn og ungmenni sem misst hafa ástvin. Sigríður Kristín fræddi hópinn um sorg og sorgarviðbrögð. Arnar Sveinn deildi reynslu sinni af móðurmissi og Aron Mola kom og las upp úr bókinni um Tilfinninga Blæ fyrir […]
SORGARMIÐSTÖÐ 1 ÁRS

Í dag er 1 ár frá því að Sorgarmiðstöð hóf starfsemi sína. Með tilkomu Sorgarmiðstöðvar varð til heildstætt úrræði fyrir syrgjendur og aðstandendur þeirra á einum stað. Við viljum þakka einstaklega góðar mótttökur á þessu fyrsta starfsári okkar. Það er augljós þörf og áhugi á stuðningi við sorgarúrvinnslu eftir ástvinamissi og er nýting á þjónustu […]
Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september

Á Alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga í ár er lögð áhersla á að standa saman gegn sjálfsvígum. Kirkjur víða um land verða opnar kl. 20. í tilefni forvarnardagsins. Dómkirkjan í Reykjavík – Gunnar Gunnarsson píanisti og organisti flytur ljúfa tóna. Hægt verður að kveikja á kerti í minningu ástvinar.Glerárkirkja á Akureyri – samvera á vegum Samhygðar, Grófarinnar […]
Sorgarmiðstöð fer af stað með gönguhóp

Þegar við upplifum áfall eins og ástvinamissi er flestum hjálplegt að komast í kynni við og hitta aðra sem eru í sömu sporum, finna skilning og stuðning þeirra sem deila reynslu.Það er sumt sem getur hjálpað okkur til að líða betur eins og hreyfing og útivist. Að nýta náttúruna og útiveru gefur okkur orku og […]
SÍMASÖFNUN

Sorgarmiðstöð er með símasöfnun í gangi um þessar mundir þar sem fólk er beðið um að styrkja miðstöðina um ákveðna upphæð í eitt skipti. Þeir sem samþykkja að styrkja Sorgarmiðstöð fá sendan greiðsluseðil í heimabanka. Við sendum okkar bestu þakkir til allra sem leggja Sorgarmiðstöð lið og hjálpa okkur við að byggja upp starfsemina.
Vilt þú styrkja félögin okkar í Reykjavíkurmaraþoninu ?

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er ein stærsta fjáröflun félaganna sem standa að Sorgarmiðstöð. Félögin okkar; Birta, Gleymérei, Ljónshjarta og Ný dögun treysta á það fjármagn sem hlýst árlega af Reykjavíkurmaraþoninu.. Dæmi um þau verkefni sem félögin hafa náð að koma að með fjármagni úr marþoninu eru: Birta: Styrktar og hvíldarsjóður fyrir foreldra sem misst hafa barn […]
Sorgarmiðstöð fær styrk

Til minningar um Gabriel Jaelon Skarpaas Culver sem lést 9.11.2019 færðu móðir Gabriels, Eva Skarpaas og unnusta hans Elísabet Líf Sorgarmiðstöð 100 þúsund krónur að gjöf. Upphæðin safnaðist meðal vina og fjölskyldu Gabriels. Við erum afar þakklát fyrir styrkinn sem mun nýtast okkur við að styðja aðstandendur í sorg. Hjartans þakkir
Sorg og sorgarviðbrögð – Lokað erindi fyrir þá sem hafa nýlega misst ástvin

Sorgarmiðstöð býður reglulega upp á lokað erindi fyrir þá sem hafa nýlega misst ástvin. Syrgjendum stendur til boða að taka einn náinn aðstandanda með sér á erindið ef þeir kjósa. Nauðsynlegt er að skrá sig og aðstandand og er hámarksfjöldi í hvert skipti. Hægt er að skoða þær dagsetningar sem eru í boði og skrá […]
Bjargráð í sorg

Sorg tekur tíma og hún getur verið mjög sár, en sumt getur hjálpað okkur til að líða betur. Við köllum það „bjargráð“ og þau eru af ýmsum toga. Hver og einn þarf svolítið að finna sína leið, því það sama hentar ekki öllum. Við erum mismunandi, missir okkar og aðstæður eru ólíkar. Ef þú átt […]
Skert þjónusta vegna Covid-19

Vegna Covid-19 smithættu hefur Sorgarmiðstöð frestað öllum viðburðum fram að páskum. Einnig mun þjónusta okkar skerðast töluvert. Það er afstaða okkar að fara að öllu með gát, sýna ábyrgð gagnvart skjólstæðingum okkar og auka smitvarnir í samfélaginu með því að fara eftir leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Á vef embættis landlæknis eru birtar ítarlegar leiðbeiningar til almennings og nýjustu upplýsingar.
LUV styrkir Sorgarmiðstöð

Hafnfirðingurinn og athafnarmaðurinn Hermann Fannar Valgarðsson hefði orðið 40 ára laugardaginn 22. febrúar 2020. Að því tilefni voru haldnir styrktar- og minningartónleikar í Bæjarbíó þar sem margir af fremstu tónlistarmönnum landsins komu fram. Þar má nefna Per:Segulsvið, Friðrik Dór, JóiPé og Króli, Súrefni, GÓSS, Elísabet Ormslev, Huginn og DJ Egill, Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir. […]
Styrkur úr minningarsjóði Helgu og Bjarna

Þann 8. mars voru styrkir veittir úr Minningarsjóði Helgu og Bjarna við hátíðlega athöfn í Hafnarfirði. Hlutverk sjóðsins er að styðja við og efla einstaklinga, fyrirtæki eða opinbera aðila í Hafnarfirði sem veita börnum, sem glíma við hvers konar erfiðleika, þjónustu og aðstoð. Sorgarmiðstöð fékk 600 þúsund kr. styrk fyrir námskeiðinu Börn í sorg. K. […]
Styrkur frá félags- og barnamálaráðuneytinu

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, veitti styrki af safnliðum fjárlaga til 33 félagasamtaka. Styrkirnir eru veittir til félagasamtaka sem vinna að verkefnum á sviði félags- og velferðarmála. Í ár var lögð sérstök áhersla á verkefni sem lúta að málefnum barna og fjölskyldna.Ína Ólöf og Guðrún Jóna tóku við styrkjum fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar er lúta […]
Samtal um leikverkið Eitur

Þann 6. desember var samtal um leikverkið Eitur að lokinni sýningu. Fulltrúar frá Sorgarmiðstöð þau Guðrún Jóna og Halldór ásamt leikurunum Nínu Dögg, Hilmi Snæ og leikstjóranum Kristínu Jóhannesdóttur áttu samtal um verkið ásamt því að svara spurningum úr sal. Hrafnhildur Hagalín, dramatúrg Borgarleikhússins stýrði umræðum. Þessi stund var einstaklega vel heppnuð þar sem ýmislegt […]
Aðventusamvera fyrir syrgjendur

Sorgarmiðstöð, Landspítali og Þjóðkirkjan buðu upp á aðventusamveru fyrir syrgjendur fimmtudaginn 5. desember. Það er oft erfitt að horfa fram til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá og var samveran sérstaklega hugsuð til þess að styðja fólk í slíkum aðstæðum. Dagskráin samanstóð af kórsöng, tónlistaratriði, ritningarlestri og í lokin var hægt að tendra ljós í […]
Jólin og sorgin

Í augum flestra eru jólin tími tilhlökkunar og gleði en þau geta líka verið erfiður tími, sérstaklega fyrir þá sem hafa misst ástvin. Sorgarmiðstöð bauð upp á erindi á Grand hótel um jólin og sorgina. Halldór Reynisson sem hefur langa reynslu af samfylgd með syrgjendum kom og spjallaði við viðstadda og miðlaði því sem gefist […]
Erindi fyrir þá sem höfðu nýlega misst ástvin

Þann 1. október var Sorgarmiðstöð með erindi og kynningu fyrir þá sem höfðu nýlega misst ástvin. Sr. Sigríður Kristín fjallaði um sorgina og fyrstu árin eftir ástvinamissi. Að erindi loknu var gestum boðið að ganga um, skoða Lífsgæðasetrið og gæða sér á gómsætri súpu inn í Hjarta. Þessi góða stund endaði á kynningu á starfsemi […]
Ávarp landlæknis við opnun Sorgarmiðstöðvar

Fundarmenn, kæru félagar. Það er mér mikilvægt að vera með ykkur hér í kvöld. Nú sem aldrei fyrr er þörf á vitundarvakningu um dauðann og sorgina. Á árum áður, eins og þegar St. Jósefsspítali var tekinn í notkun fyrir hartnær hundrað árum, var dauðinn tíður heimilisgestu. Fyrri kynslóðir lifðu í návígi við dauðann. Til að […]
Opnun Sorgarmiðstöðvar

12. september síðastliðinn var formleg opnun Sorgarmiðstöðvar í Lífsgæðasetri st. Jó. í Hafnafirði. Fullt var út úr dyrum og erum við gríðarlega þakklát fyrir þann stuðning og meðbyr sem við höfum fengið. Meðal gesta sem tóku til máls voru Rósa bæjarstjóri Hafnarfjarðar en Sorgarmiðstöð og Hafnarfjarðarbær hafa gert með sér samstarfssamning til þriggja ára sem felur m.a. […]
Ný vefsíða

Nú hefur hulunni verið svipt af nýrri heimasíðu Sorgarmiðstöðvar. Ætlunin er að að bæta aðgengi að upplýsingum og þjónustu í gegnum vefinn. Sú vinna mun halda áfram og verður vefurinn í sífelldri þróun. Við erum full tilhlökkunar yfir því að takast á við þessi verkefni og það er okkar einlæg von um að vefsíðan sé […]