Áframhaldandi samstarf Sorgarmiðstöðvar og Hafnarfjarðarbæjar

Frá upphafi hefur Hafnarfjarðarbær staðið þétt við bakið á Sorgarmiðstöð með aðstöðu í Lífsgæðasetri st. Jó. Sorgarmiðstöð fer afar vel við starfsemina sem ríkir  þar enda stuðlar setrið að bættum lífsgæðum fólks þar sem hlýja og umhyggla umlykur alla.Berglind Arnardóttir, stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar hittust ásamt framkvæmdastjóra Sorgarmiðstöðvar Ínu Lóu Sigurðardóttur og […]

Sorgarmiðstöð fær styrk frá Lýðheilsusjóði

Sorgarmiðstöð fékk 1.200.000 kr. styrk úthlutað úr Lýðheilsusjóði fyrir fræðslu og stuðning við syrgjendur. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra veitti styrki til 158 verkefna og rannsókna. Við úthlutun styrkja úr Lýðheilsusjóði var áhersla lögð á að styrkja aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu barna og fullorðinna og var horft til verkefna sem styðja við […]

Erlent samstarf

Einn líður í því að starfsemi Sorgarmiðstöðvar geti haldið áfram að vaxa og dafna er að taka þátt í erlendu samstarfi. Í byrjun mars átti fagstjóri Sorgarmiðstöðvar, Jóhanna María Eyjólfsdóttir, afar upplýsandi og árangursríkan fund í Heilbrigðisráðuneyti Tékklands í Prag. Hann var haldinn í tilefni af komu fagstjórans á kvikmyndahátíð þar sem heimildarmyndin ÚT ÚR […]

Sorgarmiðstöð fær styrk frá þremur ráðuneytum

Mennta- og barnamálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hafa gert samning við Sorgarmiðstöðina um aukinn stuðning við syrgjendur. „Við erum gríðarlega þakklát fyrir þennan styrk. Hann gerir okkur kleift að halda áfram faglegum stuðningi við syrgjendur, sinna fræðslu og ráðgjöf, auk þess að efla stuðning við börn í sorg,“ segir Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri. Styrkurinn […]

Oddfellowstúka Gissur Hvíti styrkir Sorgarmiðstöð

Í síðustu viku við hátíðlega athöfn veitti Oddfellowstúka Gissur Hvíti styrki til mikilvægra málefna. Styrki að andvirði 600.000 kr. hlutu Sorgarmiðstöð, Geðhjálp, Hamarinn og Geiturngurinn. Að ósk styrkveitanda mun styrkur Sorgarmiðstöðvar verða nýttur í ungmennastarfið en sá hópur fer ört stækkandi. Við færum okkar bestu þakkir fyrir góðan stuðning Fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar tók Ína Lóa […]

Jólin og sorgin í streymi

Í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ verður Sorgarmiðstöð með streymi um jólin og sorgina. Þetta framtak Heilsubæjarins Hafnarfjarðar er liður í heilsueflingu Hafnfirðinga og vina Hafnarfjarðar. Það talar í takt við þá heilsustefnu sem sveitarfélagið mótaði 2016.Eitt af þremur yfirmarkmiðum heilsustefnunnar er að finna leiðir og lausnir til að efla vellíðan íbúa. Erindið verður flutt á facebooksíðu […]

Oddfellowstúka Ari Fróði styrkir Sorgarmiðstöð

Í síðustu viku afhenti Jón Pétursson, ritari Oddfellowstúkunnar Ara fróða, Sorgarmiðstöðinni styrk úr líknarsjóði stúkunnar að upphæð 350.000 kr. Við þökkum fyrir veittan stuðning og hlýhug í okkar garð en styrkurinn mun efla starfsemi okkar og stuðning við syrgjendur ennfrekar. Fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar tók Jóhanna María Eyjólfsdóttir fagstjóri á móti styrknum. 

Sorgarmiðstöð var afhentur styrkur

Ingibjörg Bjarney Baldursdóttir afhenti Sorgarmiðstöð styrk í nafni Kristínar Gunnarsdóttur, fyrrum kennara, sem féll frá um síðustu jól. Bekkjarfélagar Kristínar frá grunnskólanum á Blönduósi stóðu fyrir söfnuninni. Takk innilega fyrir okkur árgangur 1963! Þau Hólmfríður Anna og Hrannar Már í stjórn Sorgarmiðstöðvar tóku við styrknum.

Sorgartréð tendrað í Hellisgerði

Tendrað verður á Sorgartrénu í Hellisgerði þann 26. nóvember. Hist verður í Lífsgæðasetrinu St. Jó, Hafnarfirði, kl. 17, þar sem stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar fer með nokkur orð um jólin og sorgina. Síðan verður gengið saman í Hellisgerði þar sem Kvennakór Kópavogs tekur nokkur lög áður en kveikt verður á Sorgartrénu. Hugmyndin með Sorgartrénu er að öll […]

Oddfellow stúkan Rebekka NR 8, Rannveig, færir Sorgarmiðstöð styrk

Við fallega athöfn veitti Oddfellow stúkan Rebekka NR 8, Rannveig Sorgarmiðstöð styrkur inn í verkefnið Hjálp 48. Verkefnið gengur út á að grípa einstaklinga innan 48 tíma sem missa ástvin skyndilega og veita þeim stuðning og viðeigandi hjálp strax í upphafi. Sorgarmiðstöð vill þakka öllu því góðhjartaða fólki sem starfar innan stúkunnar innilega fyrir þennan veglega styrk. […]

Forseti Íslands heimsótti Sorgarmiðstöð

Guðni Th Jóhannesson Forseti Íslands heimsótti Sorgarmiðstöð á Degi Barna í Sorg. Við ræddum við Guðna um mikilvægi sorgarúrvinnslu og faglegrar þjónustu fyrir syrgjendur, þ.á.m. fyrir börn. Einnig ræddum við um aukinn skilning samfélagsins á mikilvægi þess að grípa fólk eftir ástvinamissi, og svo hvað megi gera betur. Þetta var einstaklega ánægjuleg samvera þar sem […]

Sorgarmiðstöð fær styrk í nafni Lárusar Dags Pálssonar

Á dögunum fékk Sorgarmiðstöð styrk að upphæð 655 þúsund krónum í nafni Lárusar Dags Pálssonar. Lárus, eða Lalli eins og hann var kallaður, hefði orðið fimmtugur 6. september og af því tilefni héldu systur hans og vinir stóra veislu í Hlégarði. Listamenn og gestir tróðu upp með tónlist og sögum en var einnig boðið að […]

Tónleikar til styrktar listasmiðju barna

Haldnir verða tónleikar í Sky Lagoon til styrktar Listasmiðju barna sem hafa misst ástvin. Þar munu koma fram GDRN, Salka Sól og DJ Dóra Júlía. Að tónleikunum standa 1881 Góðgerðarfélag og er Edda Björgvinsdóttir verndari verkefnisins en hún ásamt Sorgarmiðstöð mun standa að starfi listasmiðjunnar. Við hvetjum alla til að næla sér í miða á […]

Gulur september

Sorgarmiðstöð tekur þátt í Gulum september, átaki til að efla geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir. Fjöldi viðburða verða haldnir frá 1. september til 10. október. Þú getur tekið þátt í gulum september með því að klæðast gulu, skreyta í gulu og skapa glaða stemningu. Nánari upplýsingar má finna á www.gulurseptember.is

Minningartónleikar til styrktar Sorgarmiðstöð

Þann 24.ágúst 2023 hefði Bjarki Friðriksson orðið fimmtugur, en hann lést skyndilega úr heilahimnubólgu árið 1993. Systir Bjarka, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir leik og tónlistarkona ætlar að heiðra minningu hans með tónleikum í Hörpu þann 27. ágúst kl.16:00 Karl Olgeirsson mun spila með henni á hammondorgel og er sérstakur heiðursgestur Edda Björgvinsdóttir. Við hvetjum alla til […]

Takk fyrir að hlaupa fyrir Sorgarmiðstöð

Kæru hlauparar, hvetjarar og þið sem gáfuð áheit og stuðning færum við okkar bestu þakkir. Það er mikilvægt fyrir félag eins og Sorgarmiðstöð sem rekin er á styrkjum að fá stuðning sem þennan. Skortur er á fjárstuðning til samtakanna og gerir þessi söfnun Sorgarmiðstöð kleift að taka á móti fleirum í stuðningshópastarf sem er gjarnan […]

Sjálfboðaliðakvöld

Strax í upphafi starfsársins fengum við til okkar sjálfboðaliða sem aðstoðuðu okkur við að undirbúa þátttöku Sorgarmiðstöðvar í Reykjavíkurmaraþoninu. Sorgarmiðstöð verður að sjálfsögðu með bás í Laugardalshöllinni og fá þau sem að hlaupa fyrir samtökin afhent sorgarbönd. Sjálfboðaliðar okkar mættu í Sorgarmiðstöð með sínar saumagræjur og saumuðu bönd í öllum stærðum en einnig var saumuð […]

Ný dögun hefur hætt starfsemi 

Ný dögun, eitt aðildarfélaga Sorgarmiðstöðvar hefur hætt starfsemi og þjónustan flust í Sorgarmiðstöð.  Þetta eru tímamót því Ný dögun var elsta grasrótarfélagið á sviði sorgarúrvinnslu, stofnað 1987 af einstaklingum sem höfðu reynslu af sárum missi og takmörkuðum úrræðum. Markmiðið frá upphafi var að skapa vettvang til að styðja syrgjendur og þau sem vinna að velferð þeirra. Kjarnastarfsemin, nú […]

Stuðningur frá Konsept

Styrkur er ekki alltaf í formi fjárframlaga. Síðastliðinn fjögur ár hefur Sorgarmiðstöð fengið mikinn stuðning í formi þjónustu frá fyrirtækinu Konsept. Steinþór hönnuður og tæknigúrú hefur staðið vaktina og hjálpað okkur með öll þau mál er hafa komið upp varðandi heimasíðu okkar. Hann hefur unnið við lagfæringar, breytingar á síðunni en einnig stigið inn og […]

Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar

Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar var kosin á aðalfundi þann 23. maí. Á aðalfundi voru samþykkt ný lög og var ákveðið að fækka í stjórn úr 7 manns í 4 manns. Þau sem sitja í nýrri stjórn eru: Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson og er hann nýr formaður, Berglind Arnardóttir, Hólmfríður Anna Baldursdóttir og K. Hulda Guðmundsdóttir. Í […]

Símasöfnun

Sorgarmiðstöð er með símasöfnun í gangi um þessar mundir. Nú erum við að bjóða fólki að gerast vinur í raun og styðja Sorgarmiðstöð með mánaðarlegum eða einstökum greiðslum en það hefur orðið gífurleg aukning í þjónustuna undanfarið ár og þá sérstaklega stuðningshópastarfið. Tekið skal fram að Sorgarmiðstöð byggir tilveru sína á styrkjum og því er […]

Fimmti þáttur hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar kominn í loftið

Fimmti þátturinn kallast „Að missa foreldri í fíkn, flóknu hliðar sorgar“ og hér ræðir Karólína Helga Símonardóttir umsjónarmaður hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar við Kol­bein Elí Pét­urs­son sem missir móður sína ungur að árum, sorgina og hversu flókin sorgin getur verið. Hægt er að hlusta á þættina hér.

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpa

Í vikunni hlaut Sorgarmiðstöð fjölskylduviðurkenningu SOS Barna­þorp­anna fyr­ir stuðning og þjónustu í þágu barna­fjöl­skyldna á Ís­landi. El­iza Reid forsetafrú af­henti Karólínu Helgu Sím­on­ar­dótt­ur, stjórn­ar­formanni viðurkenninguna á al­þjóð­leg­um degi fjöl­skyld­unn­ar.Á athöfninni ávarpaði Eva Skarpa­as, einn af þjónustuþegum Sorg­ar­mið­stöðv­ar við­stadda. Þar deildi hún reynslu sinni af því hvernig þjónusta Sorgarmiðstöðvar nýttist fjölskyldunni þegar sonur Evu féll frá […]

Heiðursbollinn 2022

Sorgarmiðstöð veitir í annað sinn viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu syrgjenda á Íslandi. Að þessu sinni er það félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson sem hlýtur Heiðursbollann 2022. Bollinn er unnin af Kristínu Sigfríði Garðarsdóttur keramikhönnuði og voru það formaður Karólína Helga Símonardóttir og framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar Ína Lóa Sigurðardóttir sem afhentu viðurkenninguna. Guðmundur Ingi […]

Erindi fyrir þau sem hafa misst ástvin – Húsavík

Þriðjudaginn þann 11. apríl mun aðili á vegum Sorgarmiðstöðvar, sr. Sindri Geir Óskarsson heimsækja Húsavík og flytja fræðsluerindi um sorg og sorgarviðbrögð. Erindið er kl. 18:00 og staðsett í Bjarnahúsi. Einnig verður kynning á fyrirhuguðu hópastarfi Sorgarmiðstöðvar. Verið öll hjartanlega velkomin. ATH: Þetta erindi er einungis ætlað fullorðnum.

Sjálfboðaliðakvöld

Í síðustu viku fengum við til okkar hóp yndislegra og öflugra sjálfboðaliða sem aðstoðuðu okkur við hin ýmsu verkefni. Sjálfboðaliðar flokkuðu og útbjuggu sendingar fyrir landsbyggðina af fræðsluefni, límdu á leiðiskerti, týndu til pantanir o.fl. Takk kærlega fyrir hjálpina og samveruna kæru sjálfboðaliðar! Við hlökkum til að sjá ykkur fljótlega aftur 

Taktikal er stoltur stuðningsaðili Sorgarmiðstöðvar

Hugbúnaðarfyrirtækið Taktikal hefur ákveðið að styðja við mikilvægt starf Sorgarmiðstöðvar. Framvegis verða stjórnarfundargerðir félagsins undirritaðar rafrænt með lausn Taktikal sem kemur sér afar vel þar sem stjórnarfólk félagsins er búsett víðsvegar um landið. Sorgarmiðstöð kann Taktikal bestu þakkir fyrir stuðninginn. Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar og Björt Baldvinsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptatengsla Taktikal við undirritun samnings.

Rekstrarstyrkur

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Sorgarmiðstöð rekstrarstyrk að upphæð fimm milljónir króna til tveggja ára.Undanfarin ár hefur Sorgarmiðstöð veitt syrgjendum, aðstandendum þeirra og fagfólki ráðgjöf og stuðning. Miðstöðin hefur haldið úti fjölbreyttri starfsemi þar sem aðsóknin hefur aukist verulega frá opnun og með rekstrarstyrk gefst tækifæri á að halda áfram því góða […]

Skráning er hafin í Reykjavíkurmaraþonið 2023

Skráning er hafin í Reykjavíkurmaraþonið 2023. Í boði er að hlaupa til stuðnings Sorgarmiðstöð í maraþoninu 19. ágúst. Að þessu sinni söfnum við fyrir stuðningshópastarfi okkar en það er stór hluti af starfsemi Sorgarmiðstöðvar. Hægt er að skrá sig til leiks hér.

Verkefnastyrkur – Hjálp 48

Sorgarmiðstöð fékk afhentan veglegan verkefnastyrk að upphæð 4 milljónir króna frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni í verkefnið Hjálp 48. Verkefnið gengur út á að grípa einstaklinga innan 48 tíma sem missa ástvin skyndilega og veita þeim stuðning og viðeigandi hjálp strax í upphafi.Um leið og við þökkum fyrir styrkinn, hlökkum við til að hefja […]

Hópstjórar Sorgarmiðstöðvar

Hópstjórar Sorgarmiðstöðvar hittast einu sinni á önn og fara yfir verklag hópastarfs, ígrunda nýjungar, uppfæra efni, miðla þekkingu o.fl. Einnig eru nýjir hópstjórar kynntir en hópstjórar Sorgarmiðstöðvar eru nú orðnir 25 talsins. Það er alltaf notalegt að koma saman og ræða starfið og hvernig við getum unnið betur að bættri líðan syrgjenda.

Námskeið barna

Í mars kláruðum við námskeið barna í Sorgarmiðstöð. Námskeiðið var einstaklega vel sótt og mættu 12 börn á aldrinum 6 – 15 ára á námskeiðið. Foreldrar og forráðamenn tóku þátt fyrsta daginn en fengu jafnframt fræðsluna ,,Að styðja barn í sorg“. Á námskeiðinu var áhersla lögð á að mæta þörfum hópsins og hvers og eins innan […]

Þriðji og fjórði þáttur hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar komnir í loftið

Þriðji þáttur hlaðvarpsins kallast „Sorgarúrvinnsla er forvörn“ og ræðir Karólína Helga Símonardóttir umsjónarmaður hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar við Guðrúnu Jónu Guðlaugsdóttur fagstjóra Sorgarmiðstöðvar um bjargráðin, barnsmissi og sjálfsvíg. Fjórði þáttur hlaðvarpsins kallast „Æðri öfl leiddu Oddný áfram í sorginni“. Þar ræðir Karólína Helga við Oddnýju Þ. Garðarsdóttur um barnsmissi, von og bókarskrif. Hægt er að hlusta á […]

Sorgarmiðstöð á norðurlandi

Þann 16.-17. febrúar fóru þær Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir fagstjóri og Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri til Akureyrar.Tilgangur ferðarinnar var að efla þjónustu við syrgjendur á norðurlandi. Var það gert með því að þjálfa væntanlega hópstjóra eftir verklagi Sorgarmiðstöðvar, flytja erindið ,,Þegar ástvinur deyr“ en það verður reglulega á dagskrá hjá Sorgarmiðstöð/Samhygð á Akureyri fyrir þau sem […]

Oddfellowstúka nr. 27, Sæmundur fróði, gefur Sorgarmiðstöð gjöf

Bræður í Oddfellowstúkunni nr. 27, Sæmundur fróði, komu færandi hendi með styrk til Sorgarmiðstöðvar að upphæð 250.000 kr. Guðrún Þóra Arnardóttir starfsmaður Sorgarmiðstöðvar tók við styrknum fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar. Takk kærlega fyrir stuðninginn kæru bræður!

Annar þáttur hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar kominn í loftið

Annar þáttur hlaðvarpsins „Sorg og Missir“ sem Sorgarmiðstöð gefur út í samstarfi við mbl.is er kominn í loftið. Annar þátturinn kallast „Að elska eftir makamissi“ og hér ræðir Karólína Helga Símonardóttir umsjónarmaður hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar við Evu Dís Þórðardóttur og Gísla Álfgeirsson um makamissi, ást eftir missi, skömm, flóknar tilfinningar og von. Hægt er að hlusta […]

Gulli Reynis færir Sorgarmiðstöð gjöf

Gulli Reynis færði Sorgarmiðstöð að gjöf allan ágóðann af tónleikunum „Lögin hans Halla“ sem haldnir voru fyrir fullu húsi í Bæjarbíói 18.nóvember sl. Á tónleikunum fór Gulli ásamt hljómsveit yfir tónleikaferil tvíburabróður síns en tónlistarmaðurinn og kennarinn Halli Reynis lést í september 2019. Takk kærlega fyrir stuðninginn.

Heiðursbollinn 2022 – ert þú með ábendingu?

Árlega veitir Sorgarmiðstöðs vel völdum aðila Heiðursbollann fyrir framlag í þágu syrgjenda. Í febrúar 2023 verður Heiðursbollinn fyrir árið 2022 afhentur. Ert þú með ábendingu um aðila sem hefur stutt þétt við bakið á syrgjendum? Endilega láttu okkur vita. Öllum er frjálst að senda inn tillögu. Hægt er að skila inn tillögum hér. 

Sorg og Missir – hlaðvarp Sorgarmiðstöðvar

Í samstarfi við mbl.is hefur Sorgarmiðstöð gefið út hlaðvarpið Sorg og Missi. Fyrsti þátturinn kallast „Jólin og sorgin“ og er þar rætt við Ínu Lóu framkvæmdastjóra Sorgarmiðstöðvar. Fer Ína Lóa í gegnum hvað Sorgarmiðstöð gerir fyrir syrgjendur og hvaða ráð er gott að hafa í huga um jólin. Hægt er að hlusta á þáttinn hér.

Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar lokar yfir hátíðarnar

Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar verður lokuð dagana 19. desember – 3. janúar. Ef erindið er brýnt er hægt að senda okkur tölvupóst á sorgarmidstod@sorgarmidstod.is Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar fyrstu vikuna í janúar.

Símasöfnun

Sorgarmiðstöð er með símasöfnun í gangi um þessar mundir. Nú erum við að bjóða fólki að gerast vinur í raun og styðja Sorgarmiðstöð með mánaðarlegum greiðslum en það hefur orðið gífurleg aukning í þjónustuna undanfarið ár og þá sérstaklega stuðningshópastarfið. Tekið skal fram að Sorgarmiðstöð byggir tilveru sína einungis á styrkjum og því er þinn […]

Jólaganga

Þann 27. nóvember stóð Sorgarmiðstöð fyrir hugleiðingu og jólagöngu. Viðburðurinn hófst í húsakynnum Sorgarmiðstöðvar þar sem Gísli Álfgeirsson stjórnarmeðlimur í Sorgarmiðstöð flutti stutta hugleiðingu um tyllidaga og hátíðir. Þaðan var rölt í gegnum miðbæ Hafnarfjarðar og að Hellisgerði þar sem Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði hélt fallega tölu. Kórinn Hljómfélagið flutti okkur yndislega og ljúfa […]

Leiðiskrans – námskeið

 Í nóvember bauð Sorgarmiðstöð upp á námskeið í gerð kransa fyrir leiði í samstarfi við Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur kransagerðakonu. Ingunn kom og kenndi okkur helstu handbrögðin við að útbúa fallegan krans á leiði og gaf vinnu sína til Sorgarmiðstöðvar. Aðsóknin á námskeiðið var mjög góð og myndaðist biðlisti. Að lokum komust þó allir að og fannst […]

Veitum hlýju

Það sem okkur er hlýtt í hjartanu núna! Í vor fórum við af stað með verkefnið „Veitum hlýju“ þar sem saumaðir eru hitapokar og hafa ýmsar unglingadeildir grunnskóla tekið þátt í verkefninu. Í haust ákváðu krakkarnir í 8. bekk í Lindaskóla í Kópavogi að taka verkefnið að sér og í síðustu viku skiluðu þau af […]

Heilsu og umhverfisveisla

Sorgarmiðstöð tók þátt í heilsu og umhverfisveislunni ,,Lifum betur“ sem haldin var í Hörpu sl. helgi. Þar var Sorgarmiðstöð ásamt öðrum frá Lífsgæðasetri Hafnarfjarðar að kynna starfsemi sína. Margir spennandi fyrirlestrar voru fluttir um heilsu og vellíðan. Einnig voru ýmis örnámskeið í boði. Það var mjög ánægjulegt að taka þátt í þessari sýningu með öllum […]

Flensborgarhlaup til styrktar Sorgarmiðstöð

Flensborgarhlaupið var haldið 20. september síðastliðinn og í ár var ágóði hlaupsins tileinkaður verkefninu Ungt fólk og sorgin hjá Sorgarmiðstöð. Alls söfnuðust 250.000 kr. Sorgarmiðstöð þakkar öllum sem tóku þátt og stóðu að hlaupinu innilega fyrir stuðninginn.

Gísli Örn leikari veitir Sorgarmiðstöð styrk

Í vikunni veitti Gísli Örn Garðarson leikari Sorgarmiðstöð styrk sem er hluti af ágóða sýningarinnar ,,Ég hleyp“. Leikarinn tók þá ákvörðun snemma á æfingarferlinu að gefa allar sínar tekjur til góðra málefna.  Sýningin ,,Ég hleyp“ fjallaði um mann sem byrjaði að hlaupa eftir barnsmissi. Hann gat ekki höndlað sorgina með öðrum hætti og á hlaupunum […]

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra veitir Sorgarmiðstöð styrk

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Sorgarmiðstöð styrk að upphæð fimm milljónum króna. Styrkurinn er veittur til almennrar starfsemi Sorgarmiðstöðvar sem felst í þjónustu og stuðningi við syrgjendur í sorgarúrvinnslu.  Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra:„Þjónusta Sorgarmiðstöðvarinnar er ómetanleg jafnt fyrir syrgjendur og aðstandendur þeirra enda fylgir því að missa fólkið sitt sorg […]

MISSIR fær Edduna 2022

Við erum einstaklega stolt af því að sjónvarpsþátturinn MISSIR hafi hlotið Edduna í ár fyrir mannlífsþátt ársins. Þættirnir voru unnir í samstarfi við Sorgarmiðstöð og er framkvæmdastjóri okkar hún Ína Lóa Sigurðardóttir einn af höfundum þáttana. Við óskum öllum sem komu að gerð þáttana innilega til hamingju og ekki síst öllum þeim viðmælendum sem voru […]

FIFA22 mót Sorgarmiðstöðvar

FIFA22 mót Sorgarmiðstöðvar var haldið síðasta sunnudag og fór fram úr okkar björtustu vonum. Fjöldi liða skráði sig til leiks og skapaðist ótrúlega góð stemning og fallegur andi. Okkur langar til að þakka öllum sem komu að mótinu innilega og kærlega fyrir allt saman. Arena Gaming Ísland, Rafíþróttasamtök Íslands, GameTíví, styrktaraðilar og þátttakendur. Við hefðum […]

Kyrrðarstund í Dómkirkjunni í tilefni af 10.september

Í tilefni af 10.september var haldin kyrrðarstund í Dómkirkjunni til að minnast þeirra sem við höfum misst í sjálfsvígi. Systur komu og spiluðu fallega tóna og sögð voru huggandi orð. Einnig var kveikt á 39 kertum en það er sá fjöldi sem við missum að meðaltali á ári í sjálfsvígum á Íslandi. Félagar úr slökkviliði […]

Ráðstefna – þakkir

Kærar þakkir færum við öllum þeim sem tóku þátt í ráðstefnu Sorgarmiðstöðvar um skyndilegan missi. Sérstakar þakkir fá þau sem fluttu fræðsluerindi á ráðstefnunni og gerðu okkur þannig kleift að nálgast málefnið frá hinum ýmsu sjónarhornum. Einnig viljum við þakka veittan stuðning frá Sjóvá, Streyma, deCODE, Myllunni, Skyndiprent og salir.is Yfir 400 manns hlýddu á […]

10. september – Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga, minnast þeirra sem hafa dáið í sjálfsvígi og sýna stuðning og samhug þeim sem hafa misst ástvin í sjálfsvígi. Í aðdraganda dagsins í ár verða kyrrðarstundir víða um land, kvikmyndasýning verður í Bíó Paradís og er fólk hvatt til að kveikja […]

Ráðstefna – Skyndilegur missir

Hvað getum við gert betur fyrir þau sem missa ástvin skyndilega?  Sorgarmiðstöð býður upp á ráðstefnu fyrir syrgjendur, aðstandendur og alla þá fagaðila sem vinna að velferð þeirra. Við hvetjum heilbrigðisstarfsfólk, viðbragðsaðila, sálgæsluaðila, mannauðsstjóra og stjórnendur sérstaklega til að skrá sig.  Skyndilegur missir snertir marga og verður hér fjallað um hann frá mismunandi sjónarhornum: Af […]

Námskeið fyrir skólasamfélagið

Sorgarmiðstöð var með námskeið um sorg barna í skólasamfélaginu fyrir kennara Kópavogsbæjar. Á námskeiðinu fengu kennarar fræðslu, reynslusögur, fóru í hópavinnu og tóku þátt í umræðum. Það er mikilvægt fyrir kennara og starfsfólk grunnskólanna að fá verkfæri í  hendur til að geta tekist betur á við sorg barna í skólasamfélaginu.  Ína Lóa og Karen Björk sem […]

Sorgarmiðstöð endurnýtir

Í síðustu viku fékk Sorgarmiðstöð heimsókn frá Oddfellow konum í Rebekkustúku nr. 7, Þorgerði. Þær mættu færandi hendi og styrktu Sorgarmiðstöð um notaðan tækjabúnað í nýja rýmið upp á 4. hæð. Við í Sorgarmiðstöð teljum mikilvægt að nýta það sem hægt er að nota aftur og gefa þannig hlutum nýtt líf. Það er eitthvað sem […]

SÍMASÖFNUN

Sorgarmiðstöð er með símasöfnun í gangi um þessar mundir. Nú erum við að safna fé fyrir stuðningshópastörfunum en það hefur orðið gífurleg aukning í þjónustuna undanfarið ár. Sorgarmiðstöð hefur þurft að auka við mannskapinn í hópstjóravinnunni um helming og fjöldi þeirra sem sótti stuðningshópastarfið í ár voru um 280 manns en það er aukning um […]

Frumvarp um sorgarleyfi orðið að lögum

Þann 15. júní sl. var frumvarp um sorgarleyfi samþykkt einróma og er orðið að lögum. Lögin tryggja foreldrum sem missa barn sitt leyfi frá störfum. Einnig fá foreldrar greiðslur til að koma til móts við tekjutap.  Sorgarmiðstöð fagnar þessu mikilvæga skrefi en jafnframt teljum við þetta einungis fyrsta fasann. Það þarf að styðja enn frekar […]

Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar

Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar var kosin á aðalfundi þann 23. maí sl. Þau sem gáfu kosta á sér áfram til stjórnarsetu voru Karólína Helga Símonardóttir formaður og K. Hulda Guðmundsdóttir gjaldkeri og sitja þær áfram í stjórn. Nýjir aðilar inn í stjórn eru Birna Dröfn Jónasdóttir, Gísli Álfgeirsson, Halla Rós Eiríksdóttir, Sigurjón Þórsson og Þórunn Pálsdóttir. […]

Sorgarmiðstöð flytur í nýtt rými

Nú hefur Sorgarmiðstöð flutt í nýtt og stærra rými upp á 4. hæð í Lífsgæðasetrinu st. Jó. Starfsemi okkar hefur vaxið hratt sl. ár og með flutning í stærra rými getum við tekið enn betur utan um þau sem til okkar leita. Nýtt rými bíður upp á lítinn sal fyrir stuðningshópastörfin, skrifstofu og samtalsherbergi. Einnig […]

Sorgarmiðstöð og Hafnarfjarðarbær undirrita nýjan samstarfssamning

Við hátíðlega athöfn í gær, miðvikudaginn 11. maí, skrifuðu Karólína Helga Símonardóttir formaður stjórnar Sorgarmiðstöðvar og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri undir nýjan samstarfssamning. Í tilefni þess hélt Karólína Helga ræðu: „Kæru gestir! Stjórn, samstarfsfólk, heiðursgestirnir okkar Sr. Vigfús Bjarni og Rósa bæjarstjóri Hafnarfjarðar og aðrir velunnar Sorgarmiðstöðvar. Takk innilega fyrir komuna á þessum merka degi. Í […]

Oddfellowstúka nr. 7 Þorkell Máni styrkir Sorgarmiðstöð

Að tilefni 70 ára afmælis Oddfellowstúku nr. 7 Þorkells Mána var Sorgarmiðstöð veittur veglegur styrkur að upphæð 1.500.000 kr. Styrkurinn var veittur við fallega og hátíðlega athöfn. Sorgarmiðstöð þakkar stjórn líknarsjóðs stúkunnar og öllu því góðhjartaða fólki sem starfar innan stúkunnar innilega fyrir þessa veglegu gjöf. Gjöfin gerir Sorgarmiðstöð kleift að stækka og dafna en […]

Sorgarmiðstöð fær styrk frá Lýðheilsusjóði

Þann 11. apríl sl. fékk Sorgarmiðstöð 900.000 kr. styrk úthlutað úr Lýðheilsusjóði. Styrkurinn er fyrir stuðnings og fræðslustarfi Sorgarmiðstöðvar en Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra veitti styrki til 151 verkefnis. Lýðheilsusjóður hefur það hlutverk að styrkja forvarna- og lýðheilsustarf í landinu og við ákvörðun um úthlutun er tekið mið af áherslum heilbrigðisyfirvalda og stefnumörkun um lýðheilsu. […]

,,Veitum hlýju“

Undanfarnar vikur hefur Sorgarmiðstöð unnið að verkefninu „Veitum hlýju“ þar sem saumaðir eru hitapokar og hafa ýmsar unglingadeildir grunnskólanna tekið þátt. Ágóðinn af verkefninu rennur í stuðningshópastarf Sorgarmiðstöðvar en þar gefst syrgjendum einnig kostur á að fá hitapoka á axlirnar á meðan á hópastarfi stendur. Fyrsti skólinn sem tók þátt í verkefninu og afhenti Sorgarmiðstöð […]

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið styrkir Sorgarmiðstöð

Sorgarmiðstöð fékk afhentan veglegan styrk 2.000.000 kr. frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Styrkirnir eru veittir árlega og er ætlað að styðja við verkefni á sviði félags- og velferðarmála. Í ár var lögð sérstök áhersla á verkefni sem hvetja til virkni, vellíðan og valdeflingar einstaklinga í viðkvæmri stöðu.    Ráðherrann lét eftirfarandi orð falla […]

Samtal eftir sýninguna „Ég hleyp“

Borgarleikhúsið og Sorgarmiðstöð buðu upp á umræður eftir sýninguna „Ég hleyp“ þann 7. apríl. Í umræðum tóku þátt Harpa Arnardóttir leikstjóri, Gísli Örn Garðarsson leikari og Maríanna Clara Lúthersdóttir sem er listrænn ráðunautur leikhússins. Frá Sorgarmiðstöð voru Steinunn Sigurþórsdóttir og Gunnar Lúðvík Gunnarsson en þau deila þeirri sáru reynslu að hafa misst barn. Leikhúsgestir tóku […]

Sorgarmiðstöð veitir viðurkenningu fyrir framlag í þágu syrgjenda

Sorgarmiðstöð veitir viðurkenningu fyrir framlag í þágu syrgjenda Í fyrsta sinn veitir Sorgarmiðstöð viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu syrgjenda á Íslandi. Það er séra Vigfúsi Bjarni Albertsson sem hlýtur Heiðursbollann 2021 sem er unninn af Kristínu Sigfríði Garðarsdóttur keramikhönnuði. Formaður Karólína Helga Símonardóttir og framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar Ína Lóa Sigurðardóttir afhentu honum viðurkenninguna. Vigfús Bjarni er guðfræðingur með framhaldsmenntun […]

Góði hirðirinn styrkir Sorgarmiðstöð

Á hverju ári veitir SORPA styrki sem tilkomnir eru af ágóða af sölu nytjahluta úr Góða hirðinum. Styrkirnir eru veittir til líknar- og félagasamtaka þar sem forsendan er að styrkurinn nýtist fólki til sjálfshjálpar, svo sem menntunar, endurhæfingar og sjálfsbjargar. Við úthlutun úr styrktarsjóðnum í ár hlaut Sorgarmiðstöð styrk að fjárhæð 1 milljón króna. Pálína […]

Gleðilegt nýtt ár

Sorgarmiðstöð óskar öllum farsældar og gleði á nýju ári og þakkar fyrir samfylgdina og gott samstarf á árinu sem er að líða.Við viljum nýta tækifærið í upphafi nýs árs að þakka kærlega fyrir ómetanlegan stuðning á liðnu ári. Með ykkar framlagi hafið þið hjálpað okkur að hlúa áfram vel að syrgjendum og efla þjónustu Sorgarmiðstöðvar. […]

Sorgarmiðstöð fær styrk frá Landsbankanum

Samfélagsstyrkjum Landsbankans var úthlutað þann 21. desember 2021. Alls hlutu 32 verkefni styrki. Verkefnin sem hlutu styrki eru talin afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri, víða um land. Sorgarmiðstöð var veittur styrkur að upphæð 500.000 kr. sem mun nýtast í myndbandsgerð. Guðrún Jóna fagstjóri tók á móti styrknum rafrænt. Við þökkum Landsbankanum kærlega […]

Jólin og sorgin í beinu streymi

Í kvöld miðvikudaginn 24. nóvember mun Sorgarmiðstöð bjóða upp á erindið ,,Jólin og sorgin“. Því miður getum við ekki tekið á móti fleirum í salinn vegna covid en bendum á að sýnt verður frá stundinni í beinu streymi á facebooksíðu Sorgarmiðstöðvar kl. 20:00 Sjá hér

Námskeið í haustkransagerð

Í október bauð Sorgarmiðstöð upp á námskeið í haustkransagerð í samstarfi við Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur kransagerðakonu. Ingunn kom og kenndi okkur helstu handbrögðin við að útbúa fallega haustkransa og gaf vinnu sína til Sorgarmiðstöðvar.Aðsóknin var mjög góð og fannst öllum stundin vera kærkomin tilbreyting en eins og segir í bjargráðum okkar að þá er nauðsynlegt […]

Sorgarmiðstöð fær hjálparhönd

Hópur kvenna frá ÍsIandsbanka kom í Sorgarmiðstöð og veitti hjálparhönd. Verkefnið Hjálparhönd er liður í samfélagsstefnu bankans þar sem starfsfólki er gefin kostur á að veita góðgerðarsamtökum aðstoð. Starfsfólkið getur varið einum vinnudegi á ári í þágu góðs málefnis og velja þau sjálf það málefni sem þau vilja rétta hjálparhönd. 11 yndislegar konur frá útibúi […]

SÍMASÖFNUN

Sorgarmiðstöð er með símasöfnun í gangi um þessar mundir þar sem fólk er beðið um að styrkja miðstöðina um ákveðna upphæð í eitt skipti. Þeir sem samþykkja að styrkja Sorgarmiðstöð fá sendan greiðsluseðil í heimabanka. Við sendum okkar bestu þakkir til allra sem leggja Sorgarmiðstöð lið og hjálpa okkur við að byggja upp starfsemina.

Við eflum jafningjaþjónustu Sorgarmiðstöðvar

Fjöldi manns á vegum Sorgarmiðstöðvar sóttu jafningjanámskeið hjá Krabbameinsfélaginu á dögunum. Námskeiðinu er ætlað að efla jafningjaþjónustu Sorgarmiðstöðvar en í haust verður boðið upp á nýja þjónustu fyrir syrgjendur þar sem einstaklingar sem misst hafa ástvin og unnið vel úr sorginni bjóða upp á jafningjastuðning til þeirra sem hafa nýlega misst. Stuðningurinn verður maður á […]

Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar

Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar var kosin á aðalfundi þann 27. maí sl. Nýr formaður er Karólína Helga Símonardóttir og aðrir stjórnendur eru Bjarney Harðardóttir, K. Hulda Guðmundsóttir, Pálína Georgsdóttir og Soffía Bæringsdóttir. Í varastjórn sitja Sara Óskarsdóttir og Sindri Geir Óskarsson. Úr stjórn og varastjórn ganga: Anna Lísa Björnsdóttir, Árný Heiða Helgadóttir, Elísa Rós Jónsdóttir, Guðrún […]

Styrkur til Sorgarmiðstöðvar í minningu Söndru Lífar

Sorgarmiðstöð hefur verið færður styrkur í minningu Söndru Lífar Long sem lést af slysförum þann 9. apríl 2020. Sandra Líf var hæfileikarík ung kona sem laðaði að sér þá sem hún kynntist með einstakri útgeislun og blíðu og er hennar sárt saknað.Við fráfall Söndru safnaðist sjóður og hefur fjölskyldan ákveðið að Sorgarmiðstöðin njóti ákveðinnar upphæðar […]

Kærleikssjóður Stefaníu styrkir Sorgarmiðstöð

Sorgarmiðstöð hefur verið færður styrkur úr Kærleiksjóði Stefaníu Guðrúnar Pétursdóttur að upphæð 300.000 kr. Kærleikssjóðurinn var stofnaður í minningu Stefaníu Guðrúnar sem lést af slysförum á Spáni 27. ágúst 2003, aðeins 18 ára að aldri. Sjóðurinn var stofnaður af foreldrum hennar í þeim tilgangi að vinna að kærleika og styrkja þau sem eiga um sárt […]

Leiðiskerti og samúðarkort

Sorgarmiðstöð hefur hafið sölu á samúðarkortum og leiðiskertum með fallegum kveðjum. Kveðjur á kertum: Ég sakna þínÁvallt minnstBesti pabbinnBesta mammanHvíl í friðiÉg elska þigLifi minninginGóða ferð Heiðdís Helgadóttir teiknaði og hannaði og Skyndiprent sá um prentun. Sölustaðir: Garðheimar og Blómabúðin Burkni í Hafnarfirði

Styrkur frá UMI Hótels

Í dag færði Sandra Dís Sigurðardóttir Sorgarmiðstöð styrk fyrir hönd UMI Hótels. Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir formaður Sorgarmiðstöðvar tók við styrknum. Við þökkum UMI Hótels hjartanlega fyrir að hugsa til Sorgarmiðstövar á aðventunni og mun styrkurinn koma að góðum notum.

Aðventustund fyrir syrgjendur 13. desember – sýnd á RÚV

Oft er erfitt að horfa fram til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá. Um árabil hafa sorgarsamtök, Landspítalinn og Þjóðkirkjan boðið þeim sem nýlega hafa misst ástvin til samkomu á aðventunni. Þetta hefur verið stund kærleika og huggunar fyrir syrgjendur í aðdraganda jóla. Vegna samkomutakmarkana verður stundinni að þessu sinni sjónvarpað til allra landsmanna frá […]

Oddfellow í Hafnarfirði styrkir Sorgarmiðstöð

Regludeildir Oddfellow í Hafnarfirði létu gott af sér leiða og afhentu Sorgarmiðstöð, Pieta og Einstökum börnum 900 þúsund kr. styrk að gjöf.Var sú ákvörðun tekin af stjórnendum regludeildanna að standa saman að fjárstyrkjum og styðja þá sem virkilega á þurfa að halda á þessum erfiðu tímum. Sorgarmiðstöð færir þeim innilegar þakkir fyrir veglega gjöf. Ína […]

Öllum viðburðum frestað

Vegna hertra aðgerða gegn kórónuveirunni þarf Sorgarmiðstöð að fresta allri sinni starfsemi næstu tvær vikurnar. Við þurfum að fara að öllu með gát og hjálpast að við að auka smitvarnir. Þeir dagskrárliðir sem við frestum verða settir aftur inn um leið og tækifæri gefst.

Fræðsluerindi fyrir börn og ungmenni

Laugardaginn 3. október fékk Sorgarmiðstöð góða gesti í heimsókn. Þau Sigríður Kristín, Arnar Sveinn og Aron Mola komu og hittu börn og ungmenni sem misst hafa ástvin. Sigríður Kristín fræddi hópinn um sorg og sorgarviðbrögð. Arnar Sveinn deildi reynslu sinni af móðurmissi og Aron Mola kom og las upp úr bókinni um Tilfinninga Blæ fyrir […]

SORGARMIÐSTÖÐ 1 ÁRS

Í dag er 1 ár frá því að Sorgarmiðstöð hóf starfsemi sína. Með tilkomu Sorgarmiðstöðvar varð til heildstætt úrræði fyrir syrgjendur og aðstandendur þeirra á einum stað. Við viljum þakka einstaklega góðar mótttökur á þessu fyrsta starfsári okkar. Það er augljós þörf og áhugi á stuðningi við sorgarúrvinnslu eftir ástvinamissi og er nýting á þjónustu […]

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september

Á Alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga í ár er lögð áhersla á að standa saman gegn sjálfsvígum. Kirkjur víða um land verða opnar kl. 20. í tilefni forvarnardagsins. Dómkirkjan í Reykjavík – Gunnar Gunnarsson píanisti og organisti flytur ljúfa tóna. Hægt verður að kveikja á kerti í minningu ástvinar.Glerárkirkja á Akureyri – samvera á vegum Samhygðar, Grófarinnar […]

Sorgarmiðstöð fer af stað með gönguhóp

Þegar við upplifum áfall eins og ástvinamissi er flestum hjálplegt að komast í kynni við og hitta aðra sem eru í sömu sporum, finna skilning og stuðning þeirra sem deila reynslu.Það er sumt sem getur hjálpað okkur til að líða betur eins og hreyfing og útivist. Að nýta náttúruna og útiveru gefur okkur orku og […]

SÍMASÖFNUN

Sorgarmiðstöð er með símasöfnun í gangi um þessar mundir þar sem fólk er beðið um að styrkja miðstöðina um ákveðna upphæð í eitt skipti. Þeir sem samþykkja að styrkja Sorgarmiðstöð fá sendan greiðsluseðil í heimabanka. Við sendum okkar bestu þakkir til allra sem leggja Sorgarmiðstöð lið og hjálpa okkur við að byggja upp starfsemina.

Vilt þú styrkja félögin okkar í Reykjavíkurmaraþoninu ?

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er ein stærsta fjáröflun félaganna sem standa að Sorgarmiðstöð. Félögin okkar; Birta, Gleymérei, Ljónshjarta og Ný dögun treysta á það fjármagn sem hlýst árlega af Reykjavíkurmaraþoninu.. Dæmi um þau verkefni sem félögin hafa náð að koma að með fjármagni úr marþoninu eru:   Birta: Styrktar og hvíldarsjóður fyrir foreldra sem misst hafa barn […]

Sorgarmiðstöð fær styrk

Til minningar um Gabriel Jaelon Skarpaas Culver sem lést 9.11.2019 færðu móðir Gabriels, Eva Skarpaas og unnusta hans Elísabet Líf Sorgarmiðstöð 100 þúsund krónur að gjöf. Upphæðin safnaðist meðal vina og fjölskyldu Gabriels. Við erum afar þakklát fyrir styrkinn sem mun nýtast okkur við að styðja aðstandendur í sorg. Hjartans þakkir

Sorg og sorgarviðbrögð – Lokað erindi fyrir þá sem hafa nýlega misst ástvin

Sorgarmiðstöð býður reglulega upp á lokað erindi fyrir þá sem hafa nýlega misst ástvin. Syrgjendum stendur til boða að taka einn náinn aðstandanda með sér á erindið ef þeir kjósa. Nauðsynlegt er að skrá sig og aðstandand og er hámarksfjöldi í hvert skipti. Hægt er að skoða þær dagsetningar sem eru í boði og skrá […]

Bjargráð í sorg

Sorg tekur tíma og hún getur verið mjög sár, en sumt getur hjálpað okkur til að líða betur. Við köllum það „bjargráð“ og þau eru af ýmsum toga. Hver og einn þarf svolítið að finna sína leið, því það sama hentar ekki öllum. Við erum mismunandi, missir okkar og aðstæður eru ólíkar. Ef þú átt […]

Skert þjónusta vegna Covid-19

Vegna Covid-19 smithættu hefur Sorgarmiðstöð frestað öllum viðburðum fram að páskum. Einnig mun þjónusta okkar skerðast töluvert. Það er afstaða okkar að fara að öllu með gát, sýna ábyrgð gagnvart skjólstæðingum okkar og auka smitvarnir í samfélaginu með því að fara eftir leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Á vef embættis landlæknis eru birtar ítarlegar leiðbeiningar til almennings og nýjustu upplýsingar.

LUV styrkir Sorgarmiðstöð

Hafnfirðingurinn og athafnarmaðurinn Hermann Fannar Valgarðsson hefði orðið 40 ára laugardaginn 22. febrúar 2020. Að því tilefni voru haldnir styrktar- og minningartónleikar í Bæjarbíó þar sem margir af fremstu tónlistarmönnum landsins komu fram. Þar má nefna Per:Segulsvið, Friðrik Dór, JóiPé og Króli, Súrefni, GÓSS, Elísabet Ormslev, Huginn og DJ Egill, Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir. […]

Styrkur úr minningarsjóði Helgu og Bjarna

Þann 8. mars voru styrkir veittir úr Minningarsjóði Helgu og Bjarna við hátíðlega athöfn í Hafnarfirði. Hlutverk sjóðsins er að styðja við og efla einstaklinga, fyrirtæki eða opinbera aðila í Hafnarfirði sem veita börnum, sem glíma við hvers konar erfiðleika, þjónustu og aðstoð. Sorgarmiðstöð fékk 600 þúsund kr. styrk fyrir námskeiðinu Börn í sorg. K. […]

Styrkur frá félags- og barnamálaráðuneytinu

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, veitti styrki af safnliðum fjárlaga til 33 félagasamtaka. Styrkirnir eru veittir til félagasamtaka sem vinna að verkefnum á sviði félags- og velferðarmála. Í ár var lögð sérstök áhersla á verkefni sem lúta að málefnum barna og fjölskyldna.Ína Ólöf og Guðrún Jóna tóku við styrkjum fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar er lúta […]

Samtal um leikverkið Eitur

Þann 6. desember var samtal um leikverkið Eitur að lokinni sýningu. Fulltrúar frá Sorgarmiðstöð þau Guðrún Jóna og Halldór ásamt leikurunum Nínu Dögg, Hilmi Snæ og leikstjóranum Kristínu Jóhannesdóttur áttu samtal um verkið ásamt því að svara spurningum úr sal. Hrafnhildur Hagalín, dramatúrg Borgarleikhússins stýrði umræðum. Þessi stund var einstaklega vel heppnuð þar sem ýmislegt […]

Aðventusamvera fyrir syrgjendur

Sorgarmiðstöð, Landspítali og Þjóðkirkjan buðu upp á aðventusamveru fyrir syrgjendur fimmtudaginn 5. desember. Það er oft erfitt að horfa fram til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá og var samveran sérstaklega hugsuð til þess að styðja fólk í slíkum aðstæðum. Dagskráin samanstóð af kórsöng, tónlistaratriði, ritningarlestri og í lokin var hægt að tendra ljós í […]

Jólin og sorgin

Í augum flestra eru jólin tími tilhlökkunar og gleði en þau geta líka verið erfiður tími, sérstaklega fyrir þá sem hafa misst ástvin. Sorgarmiðstöð bauð upp á erindi á Grand hótel um jólin og sorgina. Halldór Reynisson sem hefur langa reynslu af samfylgd með syrgjendum kom og spjallaði við viðstadda og miðlaði því sem gefist […]