Nú hefur Sorgarmiðstöð flutt í nýtt og stærra rými upp á 4. hæð í Lífsgæðasetrinu st. Jó. Starfsemi okkar hefur vaxið hratt sl. ár og með flutning í stærra rými getum við tekið enn betur utan um þau sem til okkar leita. Nýtt rými bíður upp á lítinn sal fyrir stuðningshópastörfin, skrifstofu og samtalsherbergi. Einnig munum við hafa áfram aðgang að stærri sal fyrir erindi, fundarherbergi o.fl. Við fögnum þessum breytingum og viljum þakka um leið Hafnarfjarðabæ fyrir veittan stuðning en bærinn er einn mikilvægasti samstarfs- og styrktaraðili Sorgarmiðstöðvar og forsenda þess að miðstöðin geti dafnað er að hafa trygga aðstöðu fyrir starfsemina.
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753