Haldnir verða tónleikar í Sky Lagoon til styrktar Listasmiðju barna sem hafa misst ástvin. Þar munu koma fram GDRN, Salka Sól og DJ Dóra Júlía. Að tónleikunum standa 1881 Góðgerðarfélag og er Edda Björgvinsdóttir verndari verkefnisins en hún ásamt Sorgarmiðstöð mun standa að starfi listasmiðjunnar.
Við hvetjum alla til að næla sér í miða á tix.is og hjálpa okkur að afla fjár fyrir þetta fallega verkefni.