Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar var kosin á aðalfundi þann 23. maí. Á aðalfundi voru samþykkt ný lög og var ákveðið að fækka í stjórn úr 7 manns í 4 manns.
Þau sem sitja í nýrri stjórn eru: Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson og er hann nýr formaður, Berglind Arnardóttir, Hólmfríður Anna Baldursdóttir og K. Hulda Guðmundsdóttir.
Í varastjórn eru: Anna Dagmar Arnarsdóttir og Guðfinna Hallgrímsdóttir.
Úr stjórn ganga: Karólína Helga Símonardóttir formaður, Birna Dröfn Jónasdóttir, Gísli Álfgeirsson, Halla Rós Eiríksdóttir og Þórunn Pálsdóttir.
Úr varastjórn ganga: Bjarney Harðardóttir og Pálína Georgsdóttir.
Einnig kvöddu okkur tveir starfsmenn en Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir fagstjóri hætti störfum í febrúar og Guðrún Þóra Arnardóttir umsjónarmaður vef og markaðsmála lætur af störfum í júní.
Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir vel unnin störf í þágu Sorgarmiðstöðvar.