10. september – Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga, minnast þeirra sem hafa dáið í sjálfsvígi og sýna stuðning og samhug þeim sem hafa misst ástvin í sjálfsvígi.

Í aðdraganda dagsins í ár verða kyrrðarstundir víða um land, kvikmyndasýning verður í Bíó Paradís og er fólk hvatt til að kveikja á kerti heima og setja í glugga kl.20 að kvöldi laugardags 10. september.

Dagskrá fyrir syrgjendur og þau sem vilja sýna sjálfsvígsforvörnum stuðning

7. september kl. 20:00 – Víðistaðakirkja
Kyrrðar og samverustund leidd af Sr. Braga Ingibergssyni, Hafdís Huld Þórólfsdóttir og Björgvin Franz Gíslason flytja hugleiðingar og Sveinn Arnar heldur utan um tónlistina. Allir velkomnir.

10. september kl. 20:00 – Akraneskirkja
Ávarp, hugleiðing og bæn, ásamt ljúfum tónum. Mjöll Barkardóttir verður með hugvekju. Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina. Kaffisopi og spjall eftir stundina. Allir velkomnir.

10. september kl. 20:00 – Glerárkirkja
Dagskráin er samstarfsverkefni, Grófarinnar, Pieta, Sorgarmiðstöðvar og Þjóðkirkjunnar. Séra Sindri Geir Óskarsson leiðir stundina. Tónlistarflutningur og kveikt verður á kertum í minningu látinna ástvina. Samverustund og kaffisopi á eftir. Allir velkomnir.

10. september kl: 20.00 – Egilsstaðakirkja
Sr. Kristín Þórunn og sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir leiða stundina. Torvald Gjerde, faðir, deilir reynslu sinni. Tónlistarflutningur í höndum Sándors Kerekes.
Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina. Kynning á starfi fyrir syrgjendur eftir stundina sem og kaffi og spjall.

11.september kl:20 – Keflavíkurkirkja
Sr. Erla og sr. Fritz Már leiða stundina. Aðstandi deilir reynslu sinni. Kór Keflavíkurkirkju syngur við undirleik Arnórs Vilbergssonar, organista. Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina.
Kynning verður á starfi fyrir syrgjendur og fyrirhuguðu samstarfi við Píetasamtökin eftir stundina.

11. september – Kvikmyndasýning
Heimildarmyndin, Út úr myrkrinu, sem fjallar um sjálfsvíg á Íslandi og reynslu aðstandenda þeirra sem hafa dáið í sjálfsvígi verður sýnd í Bíó Paradís kl.15:00, allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Myndin verður einnig á dagskrá RÚV kl. 20:30.
Tónlistin í myndinni er eftir Óskarsverðlaunahafann Hildi Guðnadóttur. Leikstjórn: Helgi Felixson og Titti Johnson. Sýnishorn; https://bioparadis.is/kvikmyndir/ut-ur-myrkrinu/

12. september kl. 20:00 – Dómkirkjan
Systur sjá um tónlistarflutning. Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni flytur hugvekju, Einar Þór Jónsson verður með innlegg sem aðstandandi eftir sjálfsvíg og Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir verður fundarstjóri. Í lok stundarinnar verður kveikt á kertum til minningar um látna ástvini.

Sjá nánar um viðburði í tengslum við daginn hér;

Að dagskránni á höfuðborgarsvæðinu stendur vinnuhópur fulltrúa frá: Embætti landlæknis, Geðhjálp, Geðsviði Landspítala og BUGL, Heilsugæslunni, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum, Rauða krossi Íslands, Sorgarmiðstöð og Þjóðkirkjunni.

Kyrrðarstund í Dómkirkjunni í tilefni af 10.september
Í tilefni af 10.september var haldin kyrrðarstund í Dómkirkjunni til að minnast þeirra sem við höfum misst í sjálfsvígi. Systur komu og spiluðu fallega tóna ...
Ráðstefna – þakkir
Kærar þakkir færum við öllum þeim sem tóku þátt í ráðstefnu Sorgarmiðstöðvar um skyndilegan missi. Sérstakar þakkir fá þau sem fluttu fræðsluerindi á ráðstefnunni og ...
Ráðstefna – Skyndilegur missir
Hvað getum við gert betur fyrir þau sem missa ástvin skyndilega?  Sorgarmiðstöð býður upp á ráðstefnu fyrir syrgjendur, aðstandendur og alla þá fagaðila sem vinna ...
Námskeið fyrir skólasamfélagið
Sorgarmiðstöð var með námskeið um sorg barna í skólasamfélaginu fyrir kennara Kópavogsbæjar. Á námskeiðinu fengu kennarar fræðslu, reynslusögur, fóru í hópavinnu og tóku þátt í ...
Sorgarmiðstöð endurnýtir
Í síðustu viku fékk Sorgarmiðstöð heimsókn frá Oddfellow konum í Rebekkustúku nr. 7, Þorgerði. Þær mættu færandi hendi og styrktu Sorgarmiðstöð um notaðan tækjabúnað í ...
SÍMASÖFNUN
Sorgarmiðstöð er með símasöfnun í gangi um þessar mundir. Nú erum við að safna fé fyrir stuðningshópastörfunum en það hefur orðið gífurleg aukning í þjónustuna ...

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira