10. september – Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga, minnast þeirra sem hafa dáið í sjálfsvígi og sýna stuðning og samhug þeim sem hafa misst ástvin í sjálfsvígi.

Í aðdraganda dagsins í ár verða kyrrðarstundir víða um land, kvikmyndasýning verður í Bíó Paradís og er fólk hvatt til að kveikja á kerti heima og setja í glugga kl.20 að kvöldi laugardags 10. september.

Dagskrá fyrir syrgjendur og þau sem vilja sýna sjálfsvígsforvörnum stuðning

7. september kl. 20:00 – Víðistaðakirkja
Kyrrðar og samverustund leidd af Sr. Braga Ingibergssyni, Hafdís Huld Þórólfsdóttir og Björgvin Franz Gíslason flytja hugleiðingar og Sveinn Arnar heldur utan um tónlistina. Allir velkomnir.

10. september kl. 20:00 – Akraneskirkja
Ávarp, hugleiðing og bæn, ásamt ljúfum tónum. Mjöll Barkardóttir verður með hugvekju. Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina. Kaffisopi og spjall eftir stundina. Allir velkomnir.

10. september kl. 20:00 – Glerárkirkja
Dagskráin er samstarfsverkefni, Grófarinnar, Pieta, Sorgarmiðstöðvar og Þjóðkirkjunnar. Séra Sindri Geir Óskarsson leiðir stundina. Tónlistarflutningur og kveikt verður á kertum í minningu látinna ástvina. Samverustund og kaffisopi á eftir. Allir velkomnir.

10. september kl: 20.00 – Egilsstaðakirkja
Sr. Kristín Þórunn og sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir leiða stundina. Torvald Gjerde, faðir, deilir reynslu sinni. Tónlistarflutningur í höndum Sándors Kerekes.
Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina. Kynning á starfi fyrir syrgjendur eftir stundina sem og kaffi og spjall.

11.september kl:20 – Keflavíkurkirkja
Sr. Erla og sr. Fritz Már leiða stundina. Aðstandi deilir reynslu sinni. Kór Keflavíkurkirkju syngur við undirleik Arnórs Vilbergssonar, organista. Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina.
Kynning verður á starfi fyrir syrgjendur og fyrirhuguðu samstarfi við Píetasamtökin eftir stundina.

11. september – Kvikmyndasýning
Heimildarmyndin, Út úr myrkrinu, sem fjallar um sjálfsvíg á Íslandi og reynslu aðstandenda þeirra sem hafa dáið í sjálfsvígi verður sýnd í Bíó Paradís kl.15:00, allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Myndin verður einnig á dagskrá RÚV kl. 20:30.
Tónlistin í myndinni er eftir Óskarsverðlaunahafann Hildi Guðnadóttur. Leikstjórn: Helgi Felixson og Titti Johnson. Sýnishorn; https://bioparadis.is/kvikmyndir/ut-ur-myrkrinu/

12. september kl. 20:00 – Dómkirkjan
Systur sjá um tónlistarflutning. Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni flytur hugvekju, Einar Þór Jónsson verður með innlegg sem aðstandandi eftir sjálfsvíg og Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir verður fundarstjóri. Í lok stundarinnar verður kveikt á kertum til minningar um látna ástvini.

Sjá nánar um viðburði í tengslum við daginn hér;

Að dagskránni á höfuðborgarsvæðinu stendur vinnuhópur fulltrúa frá: Embætti landlæknis, Geðhjálp, Geðsviði Landspítala og BUGL, Heilsugæslunni, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum, Rauða krossi Íslands, Sorgarmiðstöð og Þjóðkirkjunni.

Samtal eftir sýninguna „Félagsskapur með sjálfum mér“
Tjarnabíó og Sorgarmiðstöð buðu upp á umræður eftir sýninguna „Félagsskapur með sjálfum mér“ þann 14. apríl sl. Í umræðum tóku þátt Tómas Helgi Baldursson leikstjóri ...
Tilnefnd sem fyrirtæki ársins í Hafnarfirði
Sorgarmiðstöð fékk tilnefningu sem fyrirtæki ársins í Hafnarfirði. Við erum einstaklega stolt að vera tilnefnd með svona flottum fyrirtækjum en útnefningin fór fram við hátiðlega ...
Áframhaldandi samstarf Sorgarmiðstöðvar og Hafnarfjarðarbæjar
Frá upphafi hefur Hafnarfjarðarbær staðið þétt við bakið á Sorgarmiðstöð með aðstöðu í Lífsgæðasetri st. Jó. Sorgarmiðstöð fer afar vel við starfsemina sem ríkir  þar ...
Sorgarmiðstöð fær styrk frá Lýðheilsusjóði
Sorgarmiðstöð fékk 1.200.000 kr. styrk úthlutað úr Lýðheilsusjóði fyrir fræðslu og stuðning við syrgjendur. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra veitti styrki til 158 verkefna og rannsókna. ...
Erlent samstarf
Einn líður í því að starfsemi Sorgarmiðstöðvar geti haldið áfram að vaxa og dafna er að taka þátt í erlendu samstarfi. Í byrjun mars átti ...
Sorgarmiðstöð fær styrk frá þremur ráðuneytum
Mennta- og barnamálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hafa gert samning við Sorgarmiðstöðina um aukinn stuðning við syrgjendur. „Við erum gríðarlega þakklát fyrir þennan styrk. ...

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira