Sorgarmiðstöð er með símasöfnun í gangi um þessar mundir.
Nú erum við að bjóða fólki að gerast vinur í raun og styðja Sorgarmiðstöð með mánaðarlegum greiðslum en það hefur orðið gífurleg aukning í þjónustuna undanfarið ár og þá sérstaklega stuðningshópastarfið.
Tekið skal fram að Sorgarmiðstöð byggir tilveru sína einungis á styrkjum og því er þinn stuðningur okkur afar mikilvægur.
Við sendum okkar bestu þakkir til allra sem leggja Sorgarmiðstöð lið og hjálpa okkur við að byggja upp starfsemina.