Styrkur er ekki alltaf í formi fjárframlaga. Síðastliðinn fjögur ár hefur Sorgarmiðstöð fengið mikinn stuðning í formi þjónustu frá fyrirtækinu Konsept. Steinþór hönnuður og tæknigúrú hefur staðið vaktina og hjálpað okkur með öll þau mál er hafa komið upp varðandi heimasíðu okkar. Hann hefur unnið við lagfæringar, breytingar á síðunni en einnig stigið inn og verið okkur innan handar þegar erfið tæknimál eða annað hefur komið upp.
Það er algjörlega ómetanlegt að eiga vini sem þessa sem hafa gefið vinnu sína í þágu samtakanna og málefnisins.
Við erum Steinþóri og Konsept virkilega þakklát fyrir framlagið, hlýhuginn og alla góðu hjálpina í gegnum árin.