Að tilefni 70 ára afmælis Oddfellowstúku nr. 7 Þorkells Mána var Sorgarmiðstöð veittur veglegur styrkur að upphæð 1.500.000 kr. Styrkurinn var veittur við fallega og hátíðlega athöfn.
Sorgarmiðstöð þakkar stjórn líknarsjóðs stúkunnar og öllu því góðhjartaða fólki sem starfar innan stúkunnar innilega fyrir þessa veglegu gjöf. Gjöfin gerir Sorgarmiðstöð kleift að stækka og dafna en nýlega fékk Sorgarmiðstöð afhent stærra rými og kemur styrkurinn því að einstaklega góðum notum.
Á meðfylgjandi mynd taka þær Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og Guðrún Þóra Arnardóttir starfsmaður við styrknum.