Þann 27. nóvember stóð Sorgarmiðstöð fyrir hugleiðingu og jólagöngu. Viðburðurinn hófst í húsakynnum Sorgarmiðstöðvar þar sem Gísli Álfgeirsson stjórnarmeðlimur í Sorgarmiðstöð flutti stutta hugleiðingu um tyllidaga og hátíðir. Þaðan var rölt í gegnum miðbæ Hafnarfjarðar og að Hellisgerði þar sem Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði hélt fallega tölu. Kórinn Hljómfélagið flutti okkur yndislega og ljúfa tóna. Kveikt var á tré til minningar um ástvini okkar sem hafa fallið frá og við hlýjuðum okkur með heitu kakói. Jólaandinn var svo sannarlega á ferð þetta kvöld.
Takk kærlega fyrir yndislega samverustund.