Sorgarmiðstöð á Norðurlandi

Í síðustu viku heimsótti Sorgarmiðstöð Norðurland en undanfarin ár hefur Sorgarmiðstöð verið í samvinnu við Samhygð, félag um sorg og sorgarviðbrögð á Norðurlandi. Megin tilgangur ferðarinnar var að mæta á aðalfund Samhygðar þar sem félagið sameinaðist Sorgarmiðstöð. Þær Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og Berglind Arnardóttir formaður mættu norður að þessu tilefni og settu í framhaldi starfsemi Sorgarmiðstöðvar á Norðurlandi formlega á laggirnar. Guðfinna Hallgrímsdóttir formaður Samhygðar tók vel á móti þeim og mun Sorgarmiðstöð nýta áfram þann góða mannafla sem áður fylgdi Samhygð ásamt því að bjóða nýja einstaklinga velkomna í hópinn.
Ferðin norður var einnig nýtt í fund með bæjarstjóra þar sem starfsemi Sorgarmiðstöðvar var kynnt og blómabúð Akureyrar var líka heimsótt en kerti Sorgarmiðstöðvar verða seld í versluninni. Að lokum var farið með bæklinga á sjúkrahúsið, heilsugæsluna, til lögreglu o.fl.

 Við erum einstaklega ánægð með þessa ferð og hlökkum til að efla þjónustuna á Norðurlandi enn frekar.

Sorgarmiðstöð á Norðurlandi
Í síðustu viku heimsótti Sorgarmiðstöð Norðurland en undanfarin ár hefur Sorgarmiðstöð verið í samvinnu við Samhygð, félag um sorg og sorgarviðbrögð á Norðurlandi. Megin tilgangur ...
Heiðursbollinn 2023
Þriðja árið í röð veitir Sorgarmiðstöð viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu syrgjenda á Íslandi. Viðurkenningin er í formi heiðursbolla og í ár veitti Sorgarmiðstöð ...
Samtal eftir sýninguna „Félagsskapur með sjálfum mér“
Tjarnabíó og Sorgarmiðstöð buðu upp á umræður eftir sýninguna „Félagsskapur með sjálfum mér“ þann 14. apríl sl. Í umræðum tóku þátt Tómas Helgi Baldursson leikstjóri ...
Tilnefnd sem fyrirtæki ársins í Hafnarfirði
Sorgarmiðstöð fékk tilnefningu sem fyrirtæki ársins í Hafnarfirði. Við erum einstaklega stolt að vera tilnefnd með svona flottum fyrirtækjum en útnefningin fór fram við hátiðlega ...
Áframhaldandi samstarf Sorgarmiðstöðvar og Hafnarfjarðarbæjar
Frá upphafi hefur Hafnarfjarðarbær staðið þétt við bakið á Sorgarmiðstöð með aðstöðu í Lífsgæðasetri st. Jó. Sorgarmiðstöð fer afar vel við starfsemina sem ríkir  þar ...
Sorgarmiðstöð fær styrk frá Lýðheilsusjóði
Sorgarmiðstöð fékk 1.200.000 kr. styrk úthlutað úr Lýðheilsusjóði fyrir fræðslu og stuðning við syrgjendur. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra veitti styrki til 158 verkefna og rannsókna. ...

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira