Í síðustu viku heimsótti Sorgarmiðstöð Norðurland en undanfarin ár hefur Sorgarmiðstöð verið í samvinnu við Samhygð, félag um sorg og sorgarviðbrögð á Norðurlandi. Megin tilgangur ferðarinnar var að mæta á aðalfund Samhygðar þar sem félagið sameinaðist Sorgarmiðstöð. Þær Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og Berglind Arnardóttir formaður mættu norður að þessu tilefni og settu í framhaldi starfsemi Sorgarmiðstöðvar á Norðurlandi formlega á laggirnar. Guðfinna Hallgrímsdóttir formaður Samhygðar tók vel á móti þeim og mun Sorgarmiðstöð nýta áfram þann góða mannafla sem áður fylgdi Samhygð ásamt því að bjóða nýja einstaklinga velkomna í hópinn.
Ferðin norður var einnig nýtt í fund með bæjarstjóra þar sem starfsemi Sorgarmiðstöðvar var kynnt og blómabúð Akureyrar var líka heimsótt en kerti Sorgarmiðstöðvar verða seld í versluninni. Að lokum var farið með bæklinga á sjúkrahúsið, heilsugæsluna, til lögreglu o.fl.
Við erum einstaklega ánægð með þessa ferð og hlökkum til að efla þjónustuna á Norðurlandi enn frekar.
![](https://sorgarmidstod.is/wp-content/uploads/2024/05/436120489_1453958775326769_9196007174635616594_n-1-600x1024.jpg)
![](https://sorgarmidstod.is/wp-content/uploads/2024/05/436609037_745664131063892_1971138068330189617_n-1-951x1024.jpg)
![](https://sorgarmidstod.is/wp-content/uploads/2024/05/436678841_806454768075552_7295188054154971870_n-1-634x1024.jpg)
![](https://sorgarmidstod.is/wp-content/uploads/2024/05/436685065_429773706428498_3663169195497657395_n-1-810x1024.jpg)
![](https://sorgarmidstod.is/wp-content/uploads/2024/05/436748605_1398750530630031_936768550485448116_n-1-838x1024.jpg)
![](https://sorgarmidstod.is/wp-content/uploads/2024/05/441991961_978004660653278_5514624733283296424_n-1-727x1024.jpg)
![](https://sorgarmidstod.is/wp-content/uploads/2024/05/441998708_1430973860863691_8195466843782213154_n-1-768x1024.jpg)
![](https://sorgarmidstod.is/wp-content/uploads/2024/05/442007354_989971282031524_8271659460302603614_n-1-731x1024.jpg)
![](https://sorgarmidstod.is/wp-content/uploads/2024/05/442007363_460987293253340_7809983958612522957_n-1-692x1024.jpg)
![](https://sorgarmidstod.is/wp-content/uploads/2024/05/442405179_750260073987354_4297844602602886184_n-913x1024.jpg)
![](https://sorgarmidstod.is/wp-content/uploads/2024/05/442422298_3829928623998995_7959885242620937798_n-1-705x1024.jpg)
![](https://sorgarmidstod.is/wp-content/uploads/2024/05/442428866_1934243933698949_8117689033560891180_n-1-846x1024.jpg)
![](https://sorgarmidstod.is/wp-content/uploads/2024/05/442660644_2417378408445923_5923149279353560976_n-1-756x1024.jpg)
![](https://sorgarmidstod.is/wp-content/uploads/2024/05/436542556_1625882807983347_6110730354580681402_n-2-1024x841.jpg)