Samtal eftir sýninguna „Félagsskapur með sjálfum mér“

Tjarnabíó og Sorgarmiðstöð buðu upp á umræður eftir sýninguna „Félagsskapur með sjálfum mér“ þann 14. apríl sl. Í umræðum tóku þátt Tómas Helgi Baldursson leikstjóri og Gunnar Smári Jóhannesson leikari og höfundur. Frá Sorgarmiðstöð voru Birna Dröfn Jónasdóttir og Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir en þær deila þeirri erfiðu reynslu að hafa misst foreldri.
Áhorfendur tóku einnig þátt í umræðum með spurningum úr sal. Umræðurnar voru einstaklega góðar og fengu gestir betri sýn á verkið sem er gamansamur einleikur byggður á reynslu höfundar af foreldramissi. Verkið er létt og fyndið á köflum en með sársaukafullan undirtón. Ein af þeim spurningum sem kom fram í umræðum var: Hvort og þá hvernig húmor hjálpi þeim sem eru í sorg?
Höfundur og aðilar frá Sorgarmiðstöð voru sammála um að húmorinn sé hjálplegur í sorginni en mikilvægt sé að skýla sér ekki á bak við hann.
Áhorfendur ræddu og voru sammála um að hægt var að tengja við þær erfiðu tilfinningar sem komu fram hjá leikara og þær grátbroslegu aðstæður sem leynast í harminum.
Þetta var skemmtilegt og sorglegt verk á sama tíma sem gaf okkur góða innsýn í sorgina.

Sorgarmiðstöð þakkar kærlega fyrir að fá að taka þátt í þessum umræðum og sérstakar þakkir fær Gunnar Smári höfundur og leikari fyrir að skila hlutverki sínu og boðskapnum frá sér á svona einstakan hátt.

Sorgarmiðstöð á Norðurlandi
Í síðustu viku heimsótti Sorgarmiðstöð Norðurland en undanfarin ár hefur Sorgarmiðstöð verið í samvinnu við Samhygð, félag um sorg og sorgarviðbrögð á Norðurlandi. Megin tilgangur ...
Heiðursbollinn 2023
Þriðja árið í röð veitir Sorgarmiðstöð viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu syrgjenda á Íslandi. Viðurkenningin er í formi heiðursbolla og í ár veitti Sorgarmiðstöð ...
Samtal eftir sýninguna „Félagsskapur með sjálfum mér“
Tjarnabíó og Sorgarmiðstöð buðu upp á umræður eftir sýninguna „Félagsskapur með sjálfum mér“ þann 14. apríl sl. Í umræðum tóku þátt Tómas Helgi Baldursson leikstjóri ...
Tilnefnd sem fyrirtæki ársins í Hafnarfirði
Sorgarmiðstöð fékk tilnefningu sem fyrirtæki ársins í Hafnarfirði. Við erum einstaklega stolt að vera tilnefnd með svona flottum fyrirtækjum en útnefningin fór fram við hátiðlega ...
Áframhaldandi samstarf Sorgarmiðstöðvar og Hafnarfjarðarbæjar
Frá upphafi hefur Hafnarfjarðarbær staðið þétt við bakið á Sorgarmiðstöð með aðstöðu í Lífsgæðasetri st. Jó. Sorgarmiðstöð fer afar vel við starfsemina sem ríkir  þar ...
Sorgarmiðstöð fær styrk frá Lýðheilsusjóði
Sorgarmiðstöð fékk 1.200.000 kr. styrk úthlutað úr Lýðheilsusjóði fyrir fræðslu og stuðning við syrgjendur. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra veitti styrki til 158 verkefna og rannsókna. ...

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira