Það sem okkur er hlýtt í hjartanu núna!
Í vor fórum við af stað með verkefnið „Veitum hlýju“ þar sem saumaðir eru hitapokar og hafa ýmsar unglingadeildir grunnskóla tekið þátt í verkefninu. Í haust ákváðu krakkarnir í 8. bekk í Lindaskóla í Kópavogi að taka verkefnið að sér og í síðustu viku skiluðu þau af sér fyrstu pokunum.
Pokarnir eru notaðir í stuðningshópastarfi okkar og eru einnig fáanlegir í vefversluninni: https://sorgarmidstod.is/verslun/hitapokar/
Takk kærlega fyrir stuðninginn kæru nemendur og kennarar! Þið eruð hreint út sagt mögnuð