Ný dögun hefur hætt starfsemi 

Ný dögun, eitt aðildarfélaga Sorgarmiðstöðvar hefur hætt starfsemi og þjónustan flust í Sorgarmiðstöð. 

Þetta eru tímamót því Ný dögun var elsta grasrótarfélagið á sviði sorgarúrvinnslu, stofnað 1987 af einstaklingum sem höfðu reynslu af sárum missi og takmörkuðum úrræðum. Markmiðið frá upphafi var að skapa vettvang til að styðja syrgjendur og þau sem vinna að velferð þeirra. Kjarnastarfsemin, nú í Sorgarmiðstöð, er fræðsla og samvera, stuðningshópastarf á jafningjagrunni og útgáfa fræðsluefnis. Ný dögun stóð einnig fyrir almennri fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi, ásamt því að beita sér fyrir hagsmunum syrgjenda í ýmsum málum sem Sorgarmiðstöð gerir í dag.

Ný dögun átti stóran þátt í stofnun Sorgarmiðstöðvar því hana má rekja til vinnufundar sem Ný dögun hélt í tilefni af 30 ára starfsafmæli sínu, árið 2017. Yfirskrift hans var: „Hvað getum við gert betur í þjónustu við syrgjendur á Íslandi?“ Þar komu saman félög, stofnanir og einstaklingar á svið sorgarúrvinnslu sem lögðu til að stofnuð yrði miðstöð þar sem syrgjendur og aðrir gætu gengið að upplýsingum og þjónustu á sviði sorgarúrvinnslu á einum stað.

Við slit Nýrrar dögunar ánafnaði stjórn hennar eignum sínum til Sorgarmiðstöðvar. Sorgarmiðstöð þakkar innilega fyrir og vill nota tækifærið og þakka stjórn Nýrrar dögunar fyrir samfylgdina sl.5 ár og fyrir allt sitt mikilvæga frumkvöðlastarf í 36 ár.

Minningartónleikar til styrktar Sorgarmiðstöð
Þann 24.ágúst 2023 hefði Bjarki Friðriksson orðið fimmtugur, en hann lést skyndilega úr heilahimnubólgu árið 1993. Systir Bjarka, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir leik og tónlistarkona ætlar ...
Takk fyrir að hlaupa fyrir Sorgarmiðstöð
Kæru hlauparar, hvetjarar og þið sem gáfuð áheit og stuðning færum við okkar bestu þakkir. Það er mikilvægt fyrir félag eins og Sorgarmiðstöð sem rekin ...
Sjálfboðaliðakvöld
Strax í upphafi starfsársins fengum við til okkar sjálfboðaliða sem aðstoðuðu okkur við að undirbúa þátttöku Sorgarmiðstöðvar í Reykjavíkurmaraþoninu. Sorgarmiðstöð verður að sjálfsögðu með bás ...
Ný dögun hefur hætt starfsemi 
Ný dögun, eitt aðildarfélaga Sorgarmiðstöðvar hefur hætt starfsemi og þjónustan flust í Sorgarmiðstöð.  Þetta eru tímamót því Ný dögun var elsta grasrótarfélagið á sviði sorgarúrvinnslu, stofnað 1987 af ...
Stuðningur frá Konsept
Styrkur er ekki alltaf í formi fjárframlaga. Síðastliðinn fjögur ár hefur Sorgarmiðstöð fengið mikinn stuðning í formi þjónustu frá fyrirtækinu Konsept. Steinþór hönnuður og tæknigúrú ...
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar var kosin á aðalfundi þann 23. maí. Á aðalfundi voru samþykkt ný lög og var ákveðið að fækka í stjórn úr 7 ...

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira