Ný dögun hefur hætt starfsemi 

Ný dögun, eitt aðildarfélaga Sorgarmiðstöðvar hefur hætt starfsemi og þjónustan flust í Sorgarmiðstöð. 

Þetta eru tímamót því Ný dögun var elsta grasrótarfélagið á sviði sorgarúrvinnslu, stofnað 1987 af einstaklingum sem höfðu reynslu af sárum missi og takmörkuðum úrræðum. Markmiðið frá upphafi var að skapa vettvang til að styðja syrgjendur og þau sem vinna að velferð þeirra. Kjarnastarfsemin, nú í Sorgarmiðstöð, er fræðsla og samvera, stuðningshópastarf á jafningjagrunni og útgáfa fræðsluefnis. Ný dögun stóð einnig fyrir almennri fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi, ásamt því að beita sér fyrir hagsmunum syrgjenda í ýmsum málum sem Sorgarmiðstöð gerir í dag.

Ný dögun átti stóran þátt í stofnun Sorgarmiðstöðvar því hana má rekja til vinnufundar sem Ný dögun hélt í tilefni af 30 ára starfsafmæli sínu, árið 2017. Yfirskrift hans var: „Hvað getum við gert betur í þjónustu við syrgjendur á Íslandi?“ Þar komu saman félög, stofnanir og einstaklingar á svið sorgarúrvinnslu sem lögðu til að stofnuð yrði miðstöð þar sem syrgjendur og aðrir gætu gengið að upplýsingum og þjónustu á sviði sorgarúrvinnslu á einum stað.

Við slit Nýrrar dögunar ánafnaði stjórn hennar eignum sínum til Sorgarmiðstöðvar. Sorgarmiðstöð þakkar innilega fyrir og vill nota tækifærið og þakka stjórn Nýrrar dögunar fyrir samfylgdina sl.5 ár og fyrir allt sitt mikilvæga frumkvöðlastarf í 36 ár.

Sorgarmiðstöð fær styrk frá þremur ráðuneytum
Mennta- og barnamálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hafa gert samning við Sorgarmiðstöðina um aukinn stuðning við syrgjendur. „Við erum gríðarlega þakklát fyrir þennan styrk. ...
Oddfellowstúka Gissur Hvíti styrkir Sorgarmiðstöð
Í síðustu viku við hátíðlega athöfn veitti Oddfellowstúka Gissur Hvíti styrki til mikilvægra málefna. Styrki að andvirði 600.000 kr. hlutu Sorgarmiðstöð, Geðhjálp, Hamarinn og Geiturngurinn. ...
Jólin og sorgin í streymi
Í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ verður Sorgarmiðstöð með streymi um jólin og sorgina. Þetta framtak Heilsubæjarins Hafnarfjarðar er liður í heilsueflingu Hafnfirðinga og vina Hafnarfjarðar. Það ...
Sorgarmiðstöð var afhentur styrkur
Ingibjörg Bjarney Baldursdóttir afhenti Sorgarmiðstöð styrk í nafni Kristínar Gunnarsdóttur, fyrrum kennara, sem féll frá um síðustu jól. Bekkjarfélagar Kristínar frá grunnskólanum á Blönduósi stóðu ...
Sorgartréð tendrað í Hellisgerði
Tendrað verður á Sorgartrénu í Hellisgerði þann 26. nóvember. Hist verður í Lífsgæðasetrinu St. Jó, Hafnarfirði, kl. 17, þar sem stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar fer með nokkur ...
Oddfellow stúkan Rebekka NR 8, Rannveig, færir Sorgarmiðstöð styrk
Við fallega athöfn veitti Oddfellow stúkan Rebekka NR 8, Rannveig Sorgarmiðstöð styrkur inn í verkefnið Hjálp 48. Verkefnið gengur út á að grípa einstaklinga innan 48 tíma ...

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira