Leiðiskrans – námskeið

 Í nóvember bauð Sorgarmiðstöð upp á námskeið í gerð kransa fyrir leiði í samstarfi við Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur kransagerðakonu. Ingunn kom og kenndi okkur helstu handbrögðin við að útbúa fallegan krans á leiði og gaf vinnu sína til Sorgarmiðstöðvar.

Aðsóknin á námskeiðið var mjög góð og myndaðist biðlisti. Að lokum komust þó allir að og fannst okkur stundin vera kærkomin tilbreyting frá amstri hversdagsins en eins og segir í bjargráðum okkar að þá er nauðsynlegt að hvíla sig frá sorginni, dreifa huganum og gera eitthvað allt annað.

Mikil ánægja var með stundina og var óskað eftir að þessi viðburður yrði aftur að ári.

Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og einstaklega ánægjulega samveru.

Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar var kosin á aðalfundi þann 23. maí. Á aðalfundi voru samþykkt ný lög og var ákveðið að fækka í stjórn úr 7 ...
Símasöfnun
Sorgarmiðstöð er með símasöfnun í gangi um þessar mundir. Nú erum við að bjóða fólki að gerast vinur í raun og styðja Sorgarmiðstöð með mánaðarlegum ...
Fimmti þáttur hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar kominn í loftið
Fimmti þátturinn kallast „Að missa foreldri í fíkn, flóknu hliðar sorgar“ og hér ræðir Karólína Helga Símonardóttir umsjónarmaður hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar við Kol­bein Elí Pét­urs­son sem ...
Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpa
Í vikunni hlaut Sorgarmiðstöð fjölskylduviðurkenningu SOS Barna­þorp­anna fyr­ir stuðning og þjónustu í þágu barna­fjöl­skyldna á Ís­landi. El­iza Reid forsetafrú af­henti Karólínu Helgu Sím­on­ar­dótt­ur, stjórn­ar­formanni viðurkenninguna ...
Heiðursbollinn 2022
Sorgarmiðstöð veitir í annað sinn viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu syrgjenda á Íslandi. Að þessu sinni er það félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson ...
Erindi fyrir þau sem hafa misst ástvin – Húsavík
Þriðjudaginn þann 11. apríl mun aðili á vegum Sorgarmiðstöðvar, sr. Sindri Geir Óskarsson heimsækja Húsavík og flytja fræðsluerindi um sorg og sorgarviðbrögð. Erindið er kl. ...

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira