Leiðiskrans – námskeið

 Í nóvember bauð Sorgarmiðstöð upp á námskeið í gerð kransa fyrir leiði í samstarfi við Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur kransagerðakonu. Ingunn kom og kenndi okkur helstu handbrögðin við að útbúa fallegan krans á leiði og gaf vinnu sína til Sorgarmiðstöðvar.

Aðsóknin á námskeiðið var mjög góð og myndaðist biðlisti. Að lokum komust þó allir að og fannst okkur stundin vera kærkomin tilbreyting frá amstri hversdagsins en eins og segir í bjargráðum okkar að þá er nauðsynlegt að hvíla sig frá sorginni, dreifa huganum og gera eitthvað allt annað.

Mikil ánægja var með stundina og var óskað eftir að þessi viðburður yrði aftur að ári.

Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og einstaklega ánægjulega samveru.

Anna Guðný nýr verkefnastjóri Hjálp48
Anna Guðný Hermannsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri yfir verkefninu Hjálp48 en hún hóf störf í júní 2024. Verkefnið Hjálp48 felur í sér þróun, prófun og ...
Sorgarmiðstöð á Akureyri
Jóhanna María Eyjólfsdóttir, fagstjóri Sorgarmiðstöðvar, og Anna Guðný Hermannsdóttir, verkefnastjóri Hjálp 48, fóru á dögunum í ferð til Akureyrar til að vinna að og undirbúa ...
Könnun um sorgarstuðning á Norðurslóðum
Sorgarmiðstöðin er aðili að norrænu samstarfi sem hefur meðal annars að markmiði að rannsaka hvað reynist vel varðandi stuðning eftir ástvinamissi. Óskað er eftir þátttöku ...
Sjöundi þáttur hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar er kominn í loftið
Sjöundi þáttur hlaðvarpsins Sorg og missir er kominn í loftið og hægt er að nálgast hann hér á heimasíðu okkar og á streymisveitunni Spotify. Þátturinn ...
Gulur september
Sorgarmiðstöð tók þátt í verkefninu Gulur september þar sem stofnanir og félagasamtök unnu saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Allur Septembermánuður var lagður undir og voru ...
Barre til styrktar Sorgarmiðstöð
Nemendur í viðburðastjórnun frá háskólanum á Hólum héldu styrktarviðburð fyrir Sorgarmiðstöð. Boðið var upp á Barre í samstarfi við Arnfríði hjá NÚNA collective studio. Barre ...

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira