Heiðursbollinn 2022

Sorgarmiðstöð veitir í annað sinn viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu syrgjenda á Íslandi. Að þessu sinni er það félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson sem hlýtur Heiðursbollann 2022. Bollinn er unnin af Kristínu Sigfríði Garðarsdóttur keramikhönnuði og voru það formaður Karólína Helga Símonardóttir og framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar Ína Lóa Sigurðardóttir sem afhentu viðurkenninguna.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson hlýtur viðurkenningu fyrir að kom á lagasetningu um sorgarorlof fyrir foreldra sem missa börn sín. Hann lagði frumvarpið fram sl. vor sem var samþykkt einróma og tóku lögin gildi í janúar sl.

Lögin tryggja foreldrum sem missa barn sitt rétt til sorgarleyfis í sex mánuði sem og greiðslur til að koma til móts við tekjutap. Einnig er gert ráð fyrir að foreldrar geti nýtt rétt sinn til sorgarleyfis samhliða skertu starfshlutfalli og einnig yfir lengra tímabil.

Guðmundur Ingi heimsótti Sorgarmiðstöð að þessu tilefni og þáði veitingar sem Gulli Arnar styrkti Sorgarmiðstöð um. Hann nefndi í tilefni dagsins hve miklu máli það skiptir að sjá sorgarleyfi loks verða að veruleika og hve mikilvægt það væri að geta tekið betur utan um fjölskyldur sem missa börn sín með þessu móti.

Með viðurkenningu þessari vill Sorgarmiðstöð þakka Guðmundi Inga fyrir hans mikilvæga starf í þágu syrgjenda og fyrir að vekja athygli á og staðfesta með þessum hætti mikilvægi sorgarúrvinnslu sem lið í eflingu lýðheilsu samfélagsins. 

Sorgarmiðstöð á kirkjudögum
Sorgarmiðstöð var boðin þátttaka á kirkjudögum sem fóru fram dagana 25. ágúst til 1. september. Þar komu saman einstaklingar af öllu landinu og var sálgæsla ...
KRAFTUR í heimsókn
Í síðustu viku fékk Sorgarmiðstöð dásamlega heimsókn frá starfsfólki KRAFTS. Þau fengu kynningu á starfseminni okkar en einnig var gefinn góður tími í samtal um ...
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Ný stjórn var kosin á aðalfundi Sorgarmiðstöðvar þann 23. maí sl. Þau sem sitja áfram í stjórn eru Berglind Arnardóttir formaður, K. Hulda Guðmundsdóttir og ...
Sorgarmiðstöð á Norðurlandi
Í síðustu viku heimsótti Sorgarmiðstöð Norðurland en undanfarin ár hefur Sorgarmiðstöð verið í samvinnu við Samhygð, félag um sorg og sorgarviðbrögð á Norðurlandi. Megin tilgangur ...
Heiðursbollinn 2023
Þriðja árið í röð veitir Sorgarmiðstöð viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu syrgjenda á Íslandi. Viðurkenningin er í formi heiðursbolla og í ár veitti Sorgarmiðstöð ...
Samtal eftir sýninguna „Félagsskapur með sjálfum mér“
Tjarnabíó og Sorgarmiðstöð buðu upp á umræður eftir sýninguna „Félagsskapur með sjálfum mér“ þann 14. apríl sl. Í umræðum tóku þátt Tómas Helgi Baldursson leikstjóri ...

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira