Sorgarmiðstöð á norðurlandi

Þann 16.-17. febrúar fóru þær Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir fagstjóri og Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri til Akureyrar.
Tilgangur ferðarinnar var að efla þjónustu við syrgjendur á norðurlandi.

Var það gert með því að þjálfa væntanlega hópstjóra eftir verklagi Sorgarmiðstöðvar, flytja erindið ,,Þegar ástvinur deyr“ en það verður reglulega á dagskrá hjá Sorgarmiðstöð/Samhygð á Akureyri fyrir þau sem hafa nýlega misst ástvin. Einnig var erindið ,,Sorg barna og skólasamfélagið“ flutt fyrir stjórnendur grunnskóla á norðurlandi.
Bæklingar, bækur, leiðiskerti og annar varningur var ferjaður norður og er nú hægt að nálgast hann hjá Samhygð/Sorgarmiðstöð á norðurlandi.

Við erum einstaklega ánægð með að vera farin að þjónusta landsbyggðina betur og hvetjum alla sem hafa áhuga á að skrá sig í stuðningshópastarf að gera það hér

Hlökkum til að efla þjónustuna á landsbyggðinni enn frekar.

Gulur september
Sorgarmiðstöð tók þátt í verkefninu Gulur september þar sem stofnanir og félagasamtök unnu saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Allur Septembermánuður var lagður undir og voru ...
Barre til styrktar Sorgarmiðstöð
Nemendur í viðburðastjórnun frá háskólanum á Hólum héldu styrktarviðburð fyrir Sorgarmiðstöð. Boðið var upp á Barre í samstarfi við Arnfríði hjá NÚNA collective studio. Barre ...
Við eigum afmæli í dag
Í dag marka 6 ár frá stofnun Sorgarmiðstöðvar. Grasrótarfélög á sviði sorgarúrvinnslu hittust árið 2018 og voru sammála um að bæta þyrfti þjónustu við syrgjendur ...
Oddfellow konur í heimsókn
Rúmlega 70 Oddfellow konur kíktu í heimsókn í Sorgarmiðstöð síðastliðna helgi. Þær fengu fræðslu um sorgina og kynningu á starfsemi Sorgarmiðstöðvar.Oddfellow reglan hefur stutt vel ...
Sorgarmiðstöð á kirkjudögum
Sorgarmiðstöð tók þátt í kirkjudögum sem fóru fram dagana 25. ágúst til 1. september. Þar komu saman einstaklingar af öllu landinu og var sálgæsla í ...
KRAFTUR í heimsókn
Í síðustu viku fékk Sorgarmiðstöð dásamlega heimsókn frá starfsfólki KRAFTS. Þau fengu kynningu á starfseminni okkar en einnig var gefinn góður tími í samtal um ...

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira