Þann 16.-17. febrúar fóru þær Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir fagstjóri og Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri norður á Akureyri.
Tilgangur ferðarinnar var að undirbúa það að efla þjónustu við fólk á norðurlandi sem syrgir ástvin.
Í ferðinni voru væntanlegir hópstjórar þjálfaðir eftir verklagi Sorgarmiðstöðvar, erindið ,,Þegar ástvinur deyr“ var flutt en það er reglulega á dagskrá hjá Sorgarmiðstöð fyrir þau sem hafa nýlega misst ástvin. Einnig var erindið ,,Sorg barna og skólasamfélagið“ flutt fyrir stjórnendur á norðurlandi.
Bæklingar, bækur, leiðiskerti og annar varningur var ferjaður norður og hægt að nálgast hann hjá Samhygð/Sorgarmiðstöð á norðurlandi.
Við erum einstaklega ánægð með að vera farin að þjónusta landsbyggðina betur og hvetjum alla sem hafa áhuga á að skrá sig í stuðningshópastarf að gera það hér
Hlökkum til að efla þjónustuna á landsbyggðinni enn frekar.




