Undanfarnar vikur hefur Sorgarmiðstöð unnið að verkefninu „Veitum hlýju“ þar sem saumaðir eru hitapokar og hafa ýmsar unglingadeildir grunnskólanna tekið þátt. Ágóðinn af verkefninu rennur í stuðningshópastarf Sorgarmiðstöðvar en þar gefst syrgjendum einnig kostur á að fá hitapoka á axlirnar á meðan á hópastarfi stendur.
Fyrsti skólinn sem tók þátt í verkefninu og afhenti Sorgarmiðstöð 40 hitapoka var unglingadeild Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði en þau hafa ný lokið við umhverfis- og góðgerðaviku.
Við færum þeim bestu þakkir fyrir veittan stuðning og mikla hlýju