,,Veitum hlýju“

Undanfarnar vikur hefur Sorgarmiðstöð unnið að verkefninu „Veitum hlýju“ þar sem saumaðir eru hitapokar og hafa ýmsar unglingadeildir grunnskólanna tekið þátt. Ágóðinn af verkefninu rennur í stuðningshópastarf Sorgarmiðstöðvar en þar gefst syrgjendum einnig kostur á að fá hitapoka á axlirnar á meðan á hópastarfi stendur.
Fyrsti skólinn sem tók þátt í verkefninu og afhenti Sorgarmiðstöð 40 hitapoka var unglingadeild Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði en þau hafa ný lokið við umhverfis- og góðgerðaviku.

Við færum þeim bestu þakkir fyrir veittan stuðning og mikla hlýju

Áframhaldandi samstarf Sorgarmiðstöðvar og Hafnarfjarðarbæjar
Frá upphafi hefur Hafnarfjarðarbær staðið þétt við bakið á Sorgarmiðstöð með aðstöðu í Lífsgæðasetri st. Jó. Sorgarmiðstöð fer afar vel við starfsemina sem ríkir  þar ...
Sorgarmiðstöð fær styrk frá Lýðheilsusjóði
Sorgarmiðstöð fékk 1.200.000 kr. styrk úthlutað úr Lýðheilsusjóði fyrir fræðslu og stuðning við syrgjendur. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra veitti styrki til 158 verkefna og rannsókna. ...
Erlent samstarf
Einn líður í því að starfsemi Sorgarmiðstöðvar geti haldið áfram að vaxa og dafna er að taka þátt í erlendu samstarfi. Í byrjun mars átti ...
Sorgarmiðstöð fær styrk frá þremur ráðuneytum
Mennta- og barnamálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hafa gert samning við Sorgarmiðstöðina um aukinn stuðning við syrgjendur. „Við erum gríðarlega þakklát fyrir þennan styrk. ...
Oddfellowstúka Gissur Hvíti styrkir Sorgarmiðstöð
Í síðustu viku við hátíðlega athöfn veitti Oddfellowstúka Gissur Hvíti styrki til mikilvægra málefna. Styrki að andvirði 600.000 kr. hlutu Sorgarmiðstöð, Geðhjálp, Hamarinn og Geiturngurinn. ...
Jólin og sorgin í streymi
Í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ verður Sorgarmiðstöð með streymi um jólin og sorgina. Þetta framtak Heilsubæjarins Hafnarfjarðar er liður í heilsueflingu Hafnfirðinga og vina Hafnarfjarðar. Það ...

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira