Í síðustu viku afhenti Jón Pétursson, ritari Oddfellowstúkunnar Ara fróða, Sorgarmiðstöðinni styrk úr líknarsjóði stúkunnar að upphæð 350.000 kr. Við þökkum fyrir veittan stuðning og hlýhug í okkar garð en styrkurinn mun efla starfsemi okkar og stuðning við syrgjendur ennfrekar.
Fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar tók Jóhanna María Eyjólfsdóttir fagstjóri á móti styrknum.