Sorgarmiðstöð fékk 1.200.000 kr. styrk úthlutað úr Lýðheilsusjóði fyrir fræðslu og stuðning við syrgjendur. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra veitti styrki til 158 verkefna og rannsókna. Við úthlutun styrkja úr Lýðheilsusjóði var áhersla lögð á að styrkja aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu barna og fullorðinna og var horft til verkefna sem styðja við minnihlutahópa, stuðla að jöfnuði til heilsu og tengjast nýsköpun á sviði forvarna og heilsueflingar.
Við þökkum innilega fyrir styrkveitinguna og var sannur heiður að vera í svona fríðu föruneyti félagasamtaka- og verkefna.
Formaður Sorgarmiðstöðvar Berglind Arnardóttir tók á móti styrknum.