Samtal um leikverkið Eitur

Þann 6. desember var samtal um leikverkið Eitur að lokinni sýningu. Fulltrúar frá Sorgarmiðstöð þau Guðrún Jóna og Halldór ásamt leikurunum Nínu Dögg, Hilmi Snæ og leikstjóranum Kristínu Jóhannesdóttur áttu samtal um verkið ásamt því að svara spurningum úr sal. Hrafnhildur Hagalín, dramatúrg Borgarleikhússins stýrði umræðum. Þessi stund var einstaklega vel heppnuð þar sem ýmislegt […]

Aðventusamvera fyrir syrgjendur

Sorgarmiðstöð, Landspítali og Þjóðkirkjan buðu upp á aðventusamveru fyrir syrgjendur fimmtudaginn 5. desember. Það er oft erfitt að horfa fram til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá og var samveran sérstaklega hugsuð til þess að styðja fólk í slíkum aðstæðum. Dagskráin samanstóð af kórsöng, tónlistaratriði, ritningarlestri og í lokin var hægt að tendra ljós í […]

Jólin og sorgin

Í augum flestra eru jólin tími tilhlökkunar og gleði en þau geta líka verið erfiður tími, sérstaklega fyrir þá sem hafa misst ástvin. Sorgarmiðstöð bauð upp á erindi á Grand hótel um jólin og sorgina. Halldór Reynisson sem hefur langa reynslu af samfylgd með syrgjendum kom og spjallaði við viðstadda og miðlaði því sem gefist […]

Erindi fyrir þá sem höfðu nýlega misst ástvin

Þann 1. október var Sorgarmiðstöð með erindi og kynningu fyrir þá sem höfðu nýlega misst ástvin. Sr. Sigríður Kristín fjallaði um sorgina og fyrstu árin eftir ástvinamissi. Að erindi loknu var gestum boðið að ganga um, skoða Lífsgæðasetrið og gæða sér á gómsætri súpu inn í Hjarta. Þessi góða stund endaði á kynningu á starfsemi […]

Ávarp landlæknis við opnun Sorgarmiðstöðvar

Fundarmenn, kæru félagar. Það er mér mikilvægt að vera með ykkur hér í kvöld. Nú sem aldrei fyrr er þörf á vitundarvakningu um dauðann og sorgina. Á árum áður, eins og þegar St. Jósefsspítali var tekinn í notkun fyrir hartnær hundrað árum, var dauðinn tíður heimilisgestu. Fyrri kynslóðir lifðu í návígi við dauðann. Til að […]

Opnun Sorgarmiðstöðvar

12. september síðastliðinn var formleg opnun Sorgarmiðstöðvar í Lífsgæðasetri st. Jó. í Hafnafirði. Fullt var út úr dyrum og erum við gríðarlega þakklát fyrir þann stuðning og meðbyr sem við höfum fengið. Meðal gesta sem tóku til máls voru Rósa bæjarstjóri Hafnarfjarðar en Sorgarmiðstöð og Hafnarfjarðarbær hafa gert með sér samstarfssamning til þriggja ára sem felur m.a. […]

Ný vefsíða

Nú hefur hulunni verið svipt af nýrri heimasíðu Sorgarmiðstöðvar. Ætlunin er að að bæta aðgengi að upplýsingum og þjónustu í gegnum vefinn. Sú vinna mun halda áfram og verður vefurinn í sífelldri þróun. Við erum full tilhlökkunar yfir því að takast á við þessi verkefni og það er okkar einlæg von um að vefsíðan sé […]