Vilt þú styrkja félögin okkar í Reykjavíkurmaraþoninu ?

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er ein stærsta fjáröflun félaganna sem standa að Sorgarmiðstöð.

Félögin okkar; Birta, Gleymérei, Ljónshjarta og Ný dögun treysta á það fjármagn sem hlýst árlega af Reykjavíkurmaraþoninu.. Dæmi um þau verkefni sem félögin hafa náð að koma að með fjármagni úr marþoninu eru:

 

Birta: Styrktar og hvíldarsjóður fyrir foreldra sem misst hafa barn fyrirvaralaust.

Gleymérei: Minningarkassar til foreldra sem missa á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu

Ljónshjarta: Veitt börnum sem misst hafa foreldri sálfræðiþjónustu gjaldfrjálst

Ný dögun: Staðið fyrir gjaldfrjálsu hópastarfi og fræðsluerindum fyrir þá sem hafa

misst ástvin; barn, maka, foreldri, í sjálfsvígi eða vegna fíknar.

 

Við hvetjum ykkur til að hlaupa fyrir félögin okkar og/eða heita á hlauparana og hjálpa okkur þannig að hlúa betur að þeim sem misst hafa ástvin.

 

A close up of a logo

Description automatically generated

Styður við foreldra/forráðamenn sem misst hafa börn og/eða ungmenni fyrirvaralaust. Þú getur styrkt Birtu í Reykjavíkurmaraþoninu hér

 

A close up of a logo

Description automatically generated

Styrktarfélag til stuðnings við foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Þú getur styrkt Gleymmérei í Reykjavíkurmaraþoninu hér

 

A close up of a logo

Description automatically generated

Samtök til stuðnings yngra fólki sem misst hefur maka og börnum sem misst hafa foreldri. Þú getur styrkt Ljónshjarta í Reykjavíkurmaraþoninu hér

 

A close up of a logo

Description automatically generated

Stuðlar að bættri þjónustu við syrgjendur á Íslandi í formi hópastarfs, fræðsluerinda o.fl. Þú getur styrkt starfsemi Nýrrar Dögunar hér

 

Gulur september
Sorgarmiðstöð tók þátt í verkefninu Gulur september þar sem stofnanir og félagasamtök unnu saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Allur Septembermánuður var lagður undir og voru ...
Barre til styrktar Sorgarmiðstöð
Nemendur í viðburðastjórnun frá háskólanum á Hólum héldu styrktarviðburð fyrir Sorgarmiðstöð. Boðið var upp á Barre í samstarfi við Arnfríði hjá NÚNA collective studio. Barre ...
Við eigum afmæli í dag
Í dag marka 6 ár frá stofnun Sorgarmiðstöðvar. Grasrótarfélög á sviði sorgarúrvinnslu hittust árið 2018 og voru sammála um að bæta þyrfti þjónustu við syrgjendur ...
Oddfellow konur í heimsókn
Rúmlega 70 Oddfellow konur kíktu í heimsókn í Sorgarmiðstöð síðastliðna helgi. Þær fengu fræðslu um sorgina og kynningu á starfsemi Sorgarmiðstöðvar.Oddfellow reglan hefur stutt vel ...
Sorgarmiðstöð á kirkjudögum
Sorgarmiðstöð tók þátt í kirkjudögum sem fóru fram dagana 25. ágúst til 1. september. Þar komu saman einstaklingar af öllu landinu og var sálgæsla í ...
KRAFTUR í heimsókn
Í síðustu viku fékk Sorgarmiðstöð dásamlega heimsókn frá starfsfólki KRAFTS. Þau fengu kynningu á starfseminni okkar en einnig var gefinn góður tími í samtal um ...

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira