Þann 8. mars voru styrkir veittir úr Minningarsjóði Helgu og Bjarna við hátíðlega athöfn í Hafnarfirði. Hlutverk sjóðsins er að styðja við og efla einstaklinga, fyrirtæki eða opinbera aðila í Hafnarfirði sem veita börnum, sem glíma við hvers konar erfiðleika, þjónustu og aðstoð.
Sorgarmiðstöð fékk 600 þúsund kr. styrk fyrir námskeiðinu Börn í sorg. K. Hulda Guðmundsdóttir tók við styrknum fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar. Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn.
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753