Heiðursbolinn 2021

Sorgarmiðstöð veitir viðurkenningu fyrir framlag í þágu syrgjenda

Í fyrsta sinn veitir Sorgarmiðstöð viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu syrgjenda á Íslandi. Það er séra Vigfúsi Bjarni Albertsson sem hlýtur Heiðursbollann 2021 sem er unninn af Kristínu Sigfríði Garðarsdóttur keramikhönnuði. Formaður Karólína Helga Símonardóttir og framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar Ína Lóa Sigurðardóttir afhentu honum viðurkenninguna.

Vigfús Bjarni er guðfræðingur með framhaldsmenntun í sálgæslu. Hann starfaði sem sjúkrahúsprestur í mörg ár og hefur kennt sálgæslu á meistarastigi við endurmenntun H.Í. Vigfús Bjarni hefur flutt fjölda fyrirlestra um sorg og áföll, komið að handleiðslu, haldið námskeið og birt greinar í tímaritum er tengjast sorg og sorgarviðbrögðum.  Í dag er Vigfús Bjarni forstöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar.

Í starfi sínu hefur Vigfús Bjarni aðstoðað fjölda fjölskyldna í sorginni og stutt við bakið á börnum og fullorðnum. Einnig hefur hann liðsinnt fagólki og hjálpað því að eflast í starfi. Vigfús Bjarni hefur getið sér gott orð fyrir þægilega, góða og styrkjandi nærveru hvort sem er meðal syrgjenda eða fagfólks.

Með viðurkenningu þessari vill Sorgarmiðstöð þakka Vigfúsi Bjarna fyrir hans mikilvægu störf í þágu syrgjenda á Íslandi og jafnframt vekja athygli á mikilvægi sorgarúrvinnslu sem lið í eflingu lýðheilsu samfélagsins.  

Minningarmót Sigurðar Jóhanns í Mjölni
Sunnudaginn 2. febrúar hélt Mjölnir minningarmót til heiðurs Sigurði Jóhanni Rui Helgasyni. Sigurður Jóhann var iðkandi og þjálfari í Mjölni til fjölda ára en hann ...
Sorgarmiðstöð framkvæmdastjórn
Kristín Lilja nýr framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar
Kristín Lilja Sigurðardóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Sorgarmiðstöðvar. Kristín Lilja er með BSc gráðu í sölu- og markaðsfræðum frá dönskum háskóla, þar að ...
Starfshópur afhenti tillögur að aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi
Undanfarna mánuði hefur starfshópur sem skipaður var af fyrrum heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórssyni, unnið tillögur að nýrri aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi, fyrir ...
Sorgarmiðstöð
Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar lokar yfir hátíðarnar
Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar verður lokuð dagana 23. desember – 3. janúar. Ef erindið er brýnt er hægt að senda okkur tölvupóst á sorgarmidstod@sorgarmidstod.is Allar pantanir úr ...
Leiðiskransagerð – námskeið
Í vikunni bauð Sorgarmiðstöð upp á námskeið í gerð kransa fyrir leiði í samstarfi við Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur kransagerðakonu. Ingunn kom og kenndi okkur helstu handbrögðin ...
Sorgartrén nú orðin tvö
Sorgartré Sorgarmiðstöðvar eru núna orðin tvö en Sorgarmiðstöð eignaðist í upphafi aðventunnar sorgartré í Lystigarðinum á Akureyri. Það er staðsett syðst í Lystigarðinum, austan við ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira