Sorgarmiðstöð veitir viðurkenningu fyrir framlag í þágu syrgjenda

Sorgarmiðstöð veitir viðurkenningu fyrir framlag í þágu syrgjenda

Í fyrsta sinn veitir Sorgarmiðstöð viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu syrgjenda á Íslandi. Það er séra Vigfúsi Bjarni Albertsson sem hlýtur Heiðursbollann 2021 sem er unninn af Kristínu Sigfríði Garðarsdóttur keramikhönnuði. Formaður Karólína Helga Símonardóttir og framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar Ína Lóa Sigurðardóttir afhentu honum viðurkenninguna.

Vigfús Bjarni er guðfræðingur með framhaldsmenntun í sálgæslu. Hann starfaði sem sjúkrahúsprestur í mörg ár og hefur kennt sálgæslu á meistarastigi við endurmenntun H.Í. Vigfús Bjarni hefur flutt fjölda fyrirlestra um sorg og áföll, komið að handleiðslu, haldið námskeið og birt greinar í tímaritum er tengjast sorg og sorgarviðbrögðum.  Í dag er Vigfús Bjarni forstöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar.

Í starfi sínu hefur Vigfús Bjarni aðstoðað fjölda fjölskyldna í sorginni og stutt við bakið á börnum og fullorðnum. Einnig hefur hann liðsinnt fagólki og hjálpað því að eflast í starfi. Vigfús Bjarni hefur getið sér gott orð fyrir þægilega, góða og styrkjandi nærveru hvort sem er meðal syrgjenda eða fagfólks.

Með viðurkenningu þessari vill Sorgarmiðstöð þakka Vigfúsi Bjarna fyrir hans mikilvægu störf í þágu syrgjenda á Íslandi og jafnframt vekja athygli á mikilvægi sorgarúrvinnslu sem lið í eflingu lýðheilsu samfélagsins.  

Minningartónleikar til styrktar Sorgarmiðstöð
Þann 24.ágúst 2023 hefði Bjarki Friðriksson orðið fimmtugur, en hann lést skyndilega úr heilahimnubólgu árið 1993. Systir Bjarka, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir leik og tónlistarkona ætlar ...
Takk fyrir að hlaupa fyrir Sorgarmiðstöð
Kæru hlauparar, hvetjarar og þið sem gáfuð áheit og stuðning færum við okkar bestu þakkir. Það er mikilvægt fyrir félag eins og Sorgarmiðstöð sem rekin ...
Sjálfboðaliðakvöld
Strax í upphafi starfsársins fengum við til okkar sjálfboðaliða sem aðstoðuðu okkur við að undirbúa þátttöku Sorgarmiðstöðvar í Reykjavíkurmaraþoninu. Sorgarmiðstöð verður að sjálfsögðu með bás ...
Ný dögun hefur hætt starfsemi 
Ný dögun, eitt aðildarfélaga Sorgarmiðstöðvar hefur hætt starfsemi og þjónustan flust í Sorgarmiðstöð.  Þetta eru tímamót því Ný dögun var elsta grasrótarfélagið á sviði sorgarúrvinnslu, stofnað 1987 af ...
Stuðningur frá Konsept
Styrkur er ekki alltaf í formi fjárframlaga. Síðastliðinn fjögur ár hefur Sorgarmiðstöð fengið mikinn stuðning í formi þjónustu frá fyrirtækinu Konsept. Steinþór hönnuður og tæknigúrú ...
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar var kosin á aðalfundi þann 23. maí. Á aðalfundi voru samþykkt ný lög og var ákveðið að fækka í stjórn úr 7 ...

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira