Sorgarmiðstöð fer af stað með gönguhóp

Þegar við upplifum áfall eins og ástvinamissi er flestum hjálplegt að komast í kynni við og hitta aðra sem eru í sömu sporum, finna skilning og stuðning þeirra sem deila reynslu.
Það er sumt sem getur hjálpað okkur til að líða betur eins og hreyfing og útivist. Að nýta náttúruna og útiveru gefur okkur orku og losar um spennu. Göngur eru hjálplegar þegar við tökum skrefin framávið í sorgarferlinu.

Gönguhópur Sorgarmiðstöðvar SKREF FYRIR SKREF ætlar að bjóða upp á skipulagðar göngur fyrsta þriðjudag í mánuði. Gengið verður á mismunandi staði og farið á þeim hraða sem hentar hópnum. Það þarf ekki að skrá sig, aðeins að mæta á réttum tíma á réttum stað.

Allar göngur eru auglýstar undir Dagskrá á heimasíðu sorgarmiðstöðvar.

Minningartónleikar til styrktar Sorgarmiðstöð
Þann 24.ágúst 2023 hefði Bjarki Friðriksson orðið fimmtugur, en hann lést skyndilega úr heilahimnubólgu árið 1993. Systir Bjarka, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir leik og tónlistarkona ætlar ...
Takk fyrir að hlaupa fyrir Sorgarmiðstöð
Kæru hlauparar, hvetjarar og þið sem gáfuð áheit og stuðning færum við okkar bestu þakkir. Það er mikilvægt fyrir félag eins og Sorgarmiðstöð sem rekin ...
Sjálfboðaliðakvöld
Strax í upphafi starfsársins fengum við til okkar sjálfboðaliða sem aðstoðuðu okkur við að undirbúa þátttöku Sorgarmiðstöðvar í Reykjavíkurmaraþoninu. Sorgarmiðstöð verður að sjálfsögðu með bás ...
Ný dögun hefur hætt starfsemi 
Ný dögun, eitt aðildarfélaga Sorgarmiðstöðvar hefur hætt starfsemi og þjónustan flust í Sorgarmiðstöð.  Þetta eru tímamót því Ný dögun var elsta grasrótarfélagið á sviði sorgarúrvinnslu, stofnað 1987 af ...
Stuðningur frá Konsept
Styrkur er ekki alltaf í formi fjárframlaga. Síðastliðinn fjögur ár hefur Sorgarmiðstöð fengið mikinn stuðning í formi þjónustu frá fyrirtækinu Konsept. Steinþór hönnuður og tæknigúrú ...
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar var kosin á aðalfundi þann 23. maí. Á aðalfundi voru samþykkt ný lög og var ákveðið að fækka í stjórn úr 7 ...

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira