Sorgarmiðstöð fer af stað með gönguhóp

Þegar við upplifum áfall eins og ástvinamissi er flestum hjálplegt að komast í kynni við og hitta aðra sem eru í sömu sporum, finna skilning og stuðning þeirra sem deila reynslu.
Það er sumt sem getur hjálpað okkur til að líða betur eins og hreyfing og útivist. Að nýta náttúruna og útiveru gefur okkur orku og losar um spennu. Göngur eru hjálplegar þegar við tökum skrefin framávið í sorgarferlinu.

Gönguhópur Sorgarmiðstöðvar SKREF FYRIR SKREF ætlar að bjóða upp á skipulagðar göngur fyrsta þriðjudag í mánuði. Gengið verður á mismunandi staði og farið á þeim hraða sem hentar hópnum. Það þarf ekki að skrá sig, aðeins að mæta á réttum tíma á réttum stað.

Allar göngur eru auglýstar undir Dagskrá á heimasíðu sorgarmiðstöðvar.

Taktikal er stoltur stuðningsaðili Sorgarmiðstöðvar
Hugbúnaðarfyrirtækið Taktikal hefur ákveðið að styðja við mikilvægt starf Sorgarmiðstöðvar. Framvegis verða stjórnarfundargerðir félagsins undirritaðar rafrænt með lausn Taktikal sem kemur sér afar vel þar ...
Rekstrarstyrkur
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Sorgarmiðstöð rekstrarstyrk að upphæð fimm milljónir króna til tveggja ára.Undanfarin ár hefur Sorgarmiðstöð veitt syrgjendum, aðstandendum þeirra ...
Skráning er hafin í Reykjavíkurmaraþonið 2023
Skráning er hafin í Reykjavíkurmaraþonið 2023. Í boði er að hlaupa til stuðnings Sorgarmiðstöð í maraþoninu 19. ágúst. Að þessu sinni söfnum við fyrir stuðningshópastarfi ...
Verkefnastyrkur – Hjálp 48
Sorgarmiðstöð fékk afhentan veglegan verkefnastyrk að upphæð 4 milljónir króna frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni í verkefnið Hjálp 48. Verkefnið gengur út á ...
Hópstjórar Sorgarmiðstöðvar
Hópstjórar Sorgarmiðstöðvar hittast einu sinni á önn og fara yfir verklag hópastarfs, ígrunda nýjungar, uppfæra efni, miðla þekkingu o.fl. Einnig eru nýjir hópstjórar kynntir en ...
Námskeið barna
Í mars kláruðum við námskeið barna í Sorgarmiðstöð. Námskeiðið var einstaklega vel sótt og mættu 12 börn á aldrinum 6 – 15 ára á námskeiðið. ...

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira