SORGARMIÐSTÖÐ 1 ÁRS

Í dag er 1 ár frá því að Sorgarmiðstöð hóf starfsemi sína. Með tilkomu Sorgarmiðstöðvar varð til heildstætt úrræði fyrir syrgjendur og aðstandendur þeirra á einum stað.
Við viljum þakka einstaklega góðar mótttökur á þessu fyrsta starfsári okkar. Það er augljós þörf og áhugi á stuðningi við sorgarúrvinnslu eftir ástvinamissi og er nýting á þjónustu okkar mikil. Á þessu fyrsta ári hefur Sorgarmiðstöð verið með 21 fræðsluerindi og 18 stuðningshópa ásamt því að bjóða upp á djúpslökun, opið hús, gönguhóp, stuðning eftir skyndileg andlát á vinnustöðum, í skólum o.fl.
Við förum inn í nýtt starfsár full af orku og höldum ótrauð áfram við uppbyggingu Sorgarmiðstöðvar.

Gulur september
Sorgarmiðstöð tók þátt í verkefninu Gulur september þar sem stofnanir og félagasamtök unnu saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Allur Septembermánuður var lagður undir og voru ...
Barre til styrktar Sorgarmiðstöð
Nemendur í viðburðastjórnun frá háskólanum á Hólum héldu styrktarviðburð fyrir Sorgarmiðstöð. Boðið var upp á Barre í samstarfi við Arnfríði hjá NÚNA collective studio. Barre ...
Við eigum afmæli í dag
Í dag marka 6 ár frá stofnun Sorgarmiðstöðvar. Grasrótarfélög á sviði sorgarúrvinnslu hittust árið 2018 og voru sammála um að bæta þyrfti þjónustu við syrgjendur ...
Oddfellow konur í heimsókn
Rúmlega 70 Oddfellow konur kíktu í heimsókn í Sorgarmiðstöð síðastliðna helgi. Þær fengu fræðslu um sorgina og kynningu á starfsemi Sorgarmiðstöðvar.Oddfellow reglan hefur stutt vel ...
Sorgarmiðstöð á kirkjudögum
Sorgarmiðstöð tók þátt í kirkjudögum sem fóru fram dagana 25. ágúst til 1. september. Þar komu saman einstaklingar af öllu landinu og var sálgæsla í ...
KRAFTUR í heimsókn
Í síðustu viku fékk Sorgarmiðstöð dásamlega heimsókn frá starfsfólki KRAFTS. Þau fengu kynningu á starfseminni okkar en einnig var gefinn góður tími í samtal um ...

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira