Í dag er 1 ár frá því að Sorgarmiðstöð hóf starfsemi sína. Með tilkomu Sorgarmiðstöðvar varð til heildstætt úrræði fyrir syrgjendur og aðstandendur þeirra á einum stað.
Við viljum þakka einstaklega góðar mótttökur á þessu fyrsta starfsári okkar. Það er augljós þörf og áhugi á stuðningi við sorgarúrvinnslu eftir ástvinamissi og er nýting á þjónustu okkar mikil. Á þessu fyrsta ári hefur Sorgarmiðstöð verið með 21 fræðsluerindi og 18 stuðningshópa ásamt því að bjóða upp á djúpslökun, opið hús, gönguhóp, stuðning eftir skyndileg andlát á vinnustöðum, í skólum o.fl.
Við förum inn í nýtt starfsár full af orku og höldum ótrauð áfram við uppbyggingu Sorgarmiðstöðvar.
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753