Hópur kvenna frá ÍsIandsbanka kom í Sorgarmiðstöð og veitti hjálparhönd. Verkefnið Hjálparhönd er liður í samfélagsstefnu bankans þar sem starfsfólki er gefin kostur á að veita góðgerðarsamtökum aðstoð. Starfsfólkið getur varið einum vinnudegi á ári í þágu góðs málefnis og velja þau sjálf það málefni sem þau vilja rétta hjálparhönd. 11 yndislegar konur frá útibúi Hafnarfjarðar völdu að liðsinna Sorgarmiðstöð og útbjuggu rúmlega 400 leiðiskerti og týndu til nokkur þúsund bæklinga til að senda á landsbyggðina.
Við færum þeim bestu þakkir fyrir aðstoðina og ánægjulega stund