Sorgarmiðstöð hefur verið færður styrkur í minningu Söndru Lífar Long sem lést af slysförum þann 9. apríl 2020. Sandra Líf var hæfileikarík ung kona sem laðaði að sér þá sem hún kynntist með einstakri útgeislun og blíðu og er hennar sárt saknað.
Við fráfall Söndru safnaðist sjóður og hefur fjölskyldan ákveðið að Sorgarmiðstöðin njóti ákveðinnar upphæðar í hennar nafni til að efla starfsemi sína.
Sorgarmiðstöð þakkar hjartanlega fyrir styrktarveitinguna.