Laugardaginn 3. október fékk Sorgarmiðstöð góða gesti í heimsókn. Þau Sigríður Kristín, Arnar Sveinn og Aron Mola komu og hittu börn og ungmenni sem misst hafa ástvin. Sigríður Kristín fræddi hópinn um sorg og sorgarviðbrögð. Arnar Sveinn deildi reynslu sinni af móðurmissi og Aron Mola kom og las upp úr bókinni um Tilfinninga Blæ fyrir yngsta hópinn sem fékk bókina að gjöf. Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna og þá sérstaklega þeim börnum og ungmennum sem komu og áttu þessa dýrmætu stund með okkur
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753