Fræðsluerindi fyrir börn og ungmenni

Laugardaginn 3. október fékk Sorgarmiðstöð góða gesti í heimsókn. Þau Sigríður Kristín, Arnar Sveinn og Aron Mola komu og hittu börn og ungmenni sem misst hafa ástvin. Sigríður Kristín fræddi hópinn um sorg og sorgarviðbrögð. Arnar Sveinn deildi reynslu sinni af móðurmissi og Aron Mola kom og las upp úr bókinni um Tilfinninga Blæ fyrir yngsta hópinn sem fékk bókina að gjöf. Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna og þá sérstaklega þeim börnum og ungmennum sem komu og áttu þessa dýrmætu stund með okkur ❤

Oddfellow konur í heimsókn
Rúmlega 70 Oddfellow konur kíktu í heimsókn í Sorgarmiðstöð síðastliðna helgi. Þær fengu fræðslu um sorgina og kynningu á starfsemi Sorgarmiðstöðvar.Oddfellow reglan hefur stutt vel ...
Sorgarmiðstöð á kirkjudögum
Sorgarmiðstöð tók þátt í kirkjudögum sem fóru fram dagana 25. ágúst til 1. september. Þar komu saman einstaklingar af öllu landinu og var sálgæsla í ...
KRAFTUR í heimsókn
Í síðustu viku fékk Sorgarmiðstöð dásamlega heimsókn frá starfsfólki KRAFTS. Þau fengu kynningu á starfseminni okkar en einnig var gefinn góður tími í samtal um ...
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Ný stjórn var kosin á aðalfundi Sorgarmiðstöðvar þann 23. maí sl. Þau sem sitja áfram í stjórn eru Berglind Arnardóttir formaður, K. Hulda Guðmundsdóttir og ...
Sorgarmiðstöð á Norðurlandi
Í síðustu viku heimsótti Sorgarmiðstöð Norðurland en undanfarin ár hefur Sorgarmiðstöð verið í samvinnu við Samhygð, félag um sorg og sorgarviðbrögð á Norðurlandi. Megin tilgangur ...
Heiðursbollinn 2023
Þriðja árið í röð veitir Sorgarmiðstöð viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu syrgjenda á Íslandi. Viðurkenningin er í formi heiðursbolla og í ár veitti Sorgarmiðstöð ...

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira